Hrekkjavaka er í miklu uppáhaldi hjá krökkunum mínum. Þau elska að skera út grasker og skreyta fyrir þessa skemmtilegu hátíð og auðvitað hafa hrekkjavöku partý þar sem við klæðum okkur upp í búninga og höfum gaman.
Við fórum í Krónuna til að undirbúa okkur fyrir hrekkjavökupartýið en þar er að finna mjög gott úrval af allskonar fyrir hrekkjavökuna.
Við nældum okkur í nokkur grasker, bæði svona stór til að skera út en einnig lítil og sæt til þess að hafa upp á eldhúseyju sem skraut. Mér finnst best að skera gat á botninn á graskerinu svo toppurinn sé heill og fallegur. Hreinsa svo öll fræ vel innan úr þeim með skeið. Andlitin teiknuðum við svo með rauðum penna, best er að nota túss sem maður getur þurrkað af með puttunum, en ég notaði nú bara venjulegan rauðan penna núna og þurkaði rauðu línurnar sem urðu eftir með tusku. Ég notaði svo lítinn og stuttan hníf til að skera í línurnar. Það er svo mjög gott að setja vaselín á skurðinn á graskerinu svo hann verði ekki ljótur.
Við útbjuggum svo hrekkjavöku partýbakka með allskyns góðgæti. Ég alveg elska að græja svona partýbakka, það er svo rosalega einfalt að smella þessu saman en bakkinn vekur alltaf jafn mikla lukku og hrifningu, þessi vakti sérstaka lukku hjá krökkunum en þau voru algjörlega dolfallin.
Lykillinn að góðum bakka er að halda smá skipulagi á óreiðunni. Best þykir mér að halda hverju góðgæti á sínum stað, þ.e. ekki láta tegundirnar blandast of mikið saman. Það er svo gott að hafa það í huga að hafa úrvalið fjölbreytt, eins og að hafa eitthvað ósætt með t.d. salt kringlur. Hafa sætt, súrt og sterkt nammi. Súkkulaði, hlaup, karamellur, lakkrís, kökur og kex. Þannig er maður búinn að tikka í ansi mörg box og flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Við skreyttum bakkann svo með hauskúpuljósum, stórri loðinni kónguló, beinagrindar ljósaseríu sem við fengum líka í Krónunni.
Þú finnur nákvæma lýsingu á parýbakkanum hér fyrir neðan.
Hrekkjavöku partýbakki
Á bakkanum má finna
• Salt kringlur
• Súra orma
• Rjóma karamellukúlur
• Reeses drauga í mjólkur og hvítu súkkulaði
• Tyrkisk peber brjóstsykur
• Kit kat Halloween pumpkin pie
• Dan cake Halloween trufflur
• Tweek Halloween trick or Tweek
• M&M með hnetusmjöri
Skreytt með
• Stórri loðinni kónguló
• Beinagrindar ljósaseríu
• Graskerum
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar