Þessi færsla er kostuð af ILVA
Í dag tók ég þátt í skemmtilegu verkefni með ILVA en ég fékk það verkefni að sjá um eitt útstillingarrými hjá þeim og jólaskreyta það. Á morgun er nefninlega Open By Night viðburður hjá þeim þar sem verslunin er opin frá kl. 10-22 og frábær tilboð í gangi á öllum vörum.
Open by Night er viðburður sem ég hef aldrei látið mig vanta á enda finnst mér þessi viðburður opna jólatímabilið. Mér hefur alltaf fundist æðislegt að kíkja við hjá þeim og kaupa smá nýtt jólaskraut fyrir komandi jól. Ég man sérstaklega eftir því þegar ég og Ragnar vorum að byrja að búa og áttum ekkert jólaskraut, þá fór ég einmitt á Open By Night og verslaði fyrsta jólaskrautið okkar.
Í ár verður 25% afsláttur af öllum vörum en 30% afsláttur af jólavörum í ILVA. Viðskiptavinum er boðið upp á frábæra jólastemmingu með veitingum og skemmtiatriðum.
Ég ákvað að hanna rýmið eins og ég væri að hanna stofuna mína. Ég heillast mest af frekar látlausu jólaskrauti en mér líður alltaf best í þannig umhverfi sem kallar ekki á athygli mína, heldur er þarna til þess að láta mér líða vel. Fegurðin liggur í einfaldleikanum að mínu mati.
Ég ætla þó ekki að hafa þau mörg orðin um stíliseringuna sjálfa heldur leyfa myndunum að tala.
Ég byrjaði á því að velja inn í rýmið stóru húsgögnin, valdi því næst mottu og ljós. Eftir það tók svo að jólaskreyta rýmið.
Ég vona að ég hafi náð að gefa ykkur nokkrar góðar hugmyndir af jólaskreytigum fyrir jólin. Ég mæli heilshugar að þið leggið leið ykkar í ILVA á morgun og sökkvið ykkur í smá jólastemmingu, notalegheitum og gerið góð kaup í leiðinni.
Ég vil einnig benda ykkur á að fylgja @ilvaisland á Instagram en þar getið þið auðveldlega fylgst með öllu því sem er að gerast í ILVA.
Ykkar, Linda Ben