Hunangsmerineruð bleikja með fetaosti og chillí.
Hér höfum við “go-to” bleikju uppskriftina hennar mömmu sem er svo góð, bragðmikil og afskaplega ljúffeng!
Þessi bleikju uppskrift er einföld og fljótleg. Maður byrjar á því að smella marineringunni saman, smyr henni á bleikjuna ásamt salatostinum og bakar inn í ofninum. Ef maður vill þá er hægt að láta marineringuna liggja svolítið á bleikjunni áður en hún er bökuð, en ég sjálf sleppi því þegar ég er í tímaþröng.
Hunangsmerineruð bleikja með fetaosti og chillí
- 700 g bleikja
- 1 lítill hvítlaukur eða 1-2 hvítlauksrif
- 1 cm engifer
- 1 msk fersk steinselja
- 1 msk hunang
- ½ dl olía
- 1/2 ferskur chillí
- Salt og pipar
- Salatostur frá Örnu Mjólkurvörum
Aðferð
- Kveikið á ofninum og stillið á 200°C og undir+yfir stillingu.
- Rífið hvítlaukinn með rifjárni í skál ásamt engiferi.
- Skerið steinseljuna og chilliinn smátt niður og bætið í skálina.
- Bætið hunanginu og olínni í skálina og kryddið með salti og pipar. Blandið öllu vel saman.
- Setjið örlítið af olíu í botninn á eldföstu móti og raðið bleikjunni í formið. Smyrjið marineringunni á bleikjuna og bakið svo inn í ofni í u.þ.b. 20 mín (tími fer eftir þykkt bleikjunnar).
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: