Linda Ben

Hvít og silkimjúk þriggja hæða nakin vanillu kaka

Recipe by
4 kist

hvít og silkimjúkt vanillukaka, óléttu tilkynning Linda Ben hvít og silkimjúkt vanillukaka, óléttu tilkynning Linda Ben hvít og silkimjúkt vanillukaka, óléttu tilkynning Linda Ben

Undanfarnar vikur hef ég geymt mjög gleðilegt leyndarmál sem ég get loksins sagt ykkur frá núna. Ég er ólétt og er gegnin tæpar 14 vikur með annað barn. Við fjölskyldan erum hærra en skýjin af gleði og óendanlega þakklát. Róbert er svo spenntur yfir því að verða stóri bróðir sem er alveg til þess að bræða mömmu hjartað.

Ég verð að segja að ég hef verið mjög heppin hvað varðar heilsu þessa fyrstu mánuði, en ég hef í raun ekkert getað kvartað þó svo að ég sé auðvitað búin að vera nokkur orkulaus, þreytt og óglatt. Ég sem er vanalega algjör orku sprengja, hata sjónvarp og þarf alltaf að vera á fullu, er búin að liggja í sófanum að horfa á Netflix óhóflega mikið undanfarið ???? Það var um tíma svolítið erfitt að vinna sem matarbloggari þegar ógleðin var sem mest, það að þurfa að elda og sýna girnilegan mat þegar þig langar mest að kasta upp er ekki svo einfalt, en sem betur fer á ég afar gott fólk í kringum mig sem sá um að elda fyrir mig og ég gat meira verið bara á myndavélinni og út í glugga á meðan eldað var ???? En það gekk fljótt yfir og er ég öll að verða ég sjálf aftur.

Ég var lengi að ákveða hvernig ég ætti að tilkynna ykkur óléttuna, fyrir mér eru þetta svo stórar fréttir og erum við fjölskyldan alveg í skýjunum að ég gat ekki bara gert þetta einhvernveginn. Eftir að hafa skoðað fjölmargr myndir á netinu af óléttu tilkynningum var ég akkúrat engu nær en vissi svosem hvernig ég vildi ekki gera þetta.

Svo eina nóttina þegar ég vakna til að fara pissa sem gerist ekki svo sjaldan þessa dagana kom þessi hugmynd upp í kollinn á mér, að baka köku og skrifa tilvonandi fæðingarmánuð og ár á hana. Mér fannst þessi tilkynning algjörlega í mínum anda og ákvað að slá til. Þá var bara eftir að ákveða hvernig kakan átti að vera. Ég vildi hafa hana svolítið hlutlausa, bleik hindberja kaka myndi til dæmis ekki virka þar sem ég veit ekki ennþá kynið og ég baka svo oft súkkulaðikökur að mig langaði að gera eitthvað annað, ég er nýbúin að gera salt karamellu köku og auk þess fannst mér allar svona of framandi kökur ekki vera heilla við þetta tilefni.

Tilkynningar kakan er silkimjúk, þriggja hæða nakin vanillu kaka, skreytt með ferskum brómberjum og blómum. Kakan er svo dúna mjúk og æðislega ljúffeng að ég á erfitt með mig þegar ég er í návist kökunnar, ég gæti borðað endalaust mikið af henni en það er víst ekki hollt fyrir neinn svo ég reyni að standast það.

Áður en ég dembi mér í það að gefa ykkur uppskriftina langar mig að þakka innilega fyrir allar fallegu kveðjurnar sem við fjölskyldan höfum fengið frá ykkur, við erum svo sannarlega heppin með fólk í kringum okkur ❤️

Hvít og silkimjúk þriggja hæða nakin vanillu kaka

  • 350 g smjör
  • 400 g sykur
  • 3 egg
  • 2 eggjahvítur
  • 1 msk vanilludropar
  • 350 ml súrmjólk
  • 420 g hveiti
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 tsk lyftiduft

Aðferð

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C.
  2. Byrjið á því að þeyta saman smjör og sykur þar til létt og ljóst. Setjið því næst eggin út í, eitt í einu og hrærið vel á milli, það sama á við eggjahvíturnar. Bætið svo vanilludropunum útí og blandið.
  3. Í aðra skál blandið saman hveiti, salti, matarsóda og lyftidufti. Setjið helminginn út í eggjablönduna ásamt helminginn af súrmjólkinni, blandið varlega saman, setjið restina og hveiti blöndunni og súrmjólkinni og hrærið þar til allt hefur blandast saman, passið að hræra eins lítið og hægt er.
  4. Takið þrjú 18 cm smelluform og smyrjið vel með smjöri. Skiptið deiginu á milli formana, gott að vigta deigið ef botnarnir eiga að vera nákvæmlega jafn þykkir, og bakið svo í miðjum ofni í u.þ.b. 40 mín eða þar til kökurnar eru bakaðar í gegn.
  5. Gerið smjörkremið á meðan botnarnir kólna, sjá uppskrift hér fyrir neðan.

Vanillusmjörkrem

  • 600 g smjör
  • 800 g flórsykur
  • ¾ dl rjómi
  • 2 tsk vanilludropar

Aðferð:

  • Þeytið smjörið þar til mjög mjúkt og ljóst, bætið þá flórsykrinum út í hægt og rólega svo hann þyrlist ekki allur upp í loft. Bætið svo rjómanum og vanilludropum út í kremið, þeytið alveg í þónokkrar mínutur þar til kremið er ofur mjúkt og létt.
  • Þegar kökubotnarnir eru orðnir kaldir skerið toppana af botnunum svo botnarnir séu fullkomlega flatir og beinir. Skiptið kreminu í þrjá hluta, setjið einn botn á kökudisk og einn hluta af kreminu á hann, ef ykkur finnst kremið of mikið þá takiði svolítið af en hafið í huga að það fer ekkert krem utan um kökuna svo það þarf að vera meira á milli botnanna. Endurtakið fyrir hina botnana og passið að kakan sé alveg slétt og lóðrétt frá öllu hliðum. Smyrjið kreminu sem stendur út úr botnunum á hliðar kökunnar svo kremið liggi fallega á en ekki þakin kremi, það á að sjást í botnana.
  • Skreytið með ferskum brómberjum og blómum.

hvít og silkimjúkt vanillukaka, óléttu tilkynning Linda Ben

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5