Grillaðar hvítlauks og piparkryddlegnar þykkar lambakótilettur bornar fram með grilluðum maísstönglum, grænmetisspjótum og chimichurri
Grillaðar hvítlauks og piparkryddlegnar þykkar lambakótilettur
- Hvítlauks og piparkryddlegnar þykkar lambakótilettur frá SS
- Grillaðir maísstönglar (uppskrift hér fyrir neðan)
- Grænmetis grillspjót (uppskrift hér fyrir neðan)
- Klettasalat
- Chimichurri (uppskrift hér fyrir neðan)
Aðferð:
- Byrjið á að útbúa Chimichuurri þar sem það er gott að leyfa henni aðeins að taka sig.
- Gott er svo að skera niður grænmetið og raða á spjótin.
- Næst er gott að grilla maísstönglana og enda svo á að grilla grænmetisspjótin og lambakótiletturnar.
Chimichurri
- 2 dl ferskt kóríander
- 2 dl fersk steinselja
- 4 stk hvítlauksgeirar
- Safi úr ¼ lime
- 1 msk hvítvíns edik
- ½ – 1 stk jalapenó
- 1 ½ dl hágæða ólífu olía
- Salt og pipar
Aðferð:
- Setjið öll innihaldsefnin saman í blandara, ef þið viljið hafa sósuna ekki eins sterka þá takiði fræin úr jalapeóinum áður en þið setjið hann í blandarann.
- Blandið létt saman þannig að sósan sé gróf maukuð.
Grilluð grænmetisspjót
- Zucchini
- Paprika
- Sveppir
- (líka hægt að hafa rauðlauk, eggaldin og margt annað)
Aðferð:
- Skerið grænmetið niður í stóra bita (ekki skera sveppina) og raðið á grillspjót.
- Penslið með olíu og dreifið salti yfir.
- Grillið á báðum hliðum þar til mjúkt í gegn.
Grillaðir maísstönglar
- Ferskir maísstönglar (í blöðunum)
- Smjör
- Salt
Aðferð:
- Hreinsið það mesta af “hárunum” í burtu af maísstönglunum. Setjið á grillið og grillið í u,þ.b. 15 mín, snúið reglulega eða á 3-5 mín millibili.
- Hreinsið laufblöðin af þeim og smyrjið vel með smjöri og dreifið salti yfir.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: