Linda Ben

Hvítlaukssmjörs risarækjupasta með hvítvínsrjómasósu

Recipe by
20 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur | Servings: 3 manns

Hvítlaukssmjörs risarækjupasta með hvítvínsrjómasósu sem þú átt eftir að elska. Það er einfalt og fljótlegt að útbúa, tekur aðeins 20 mín að smella saman og eitthvað sem flest allir ættu að ráða við að gera.

Ef risarækjurnar eru flosnar, byrjar maður á því að afþýða þær, mér finnst best að setja þær í sigti og láta liggja í köldu vatni, þannig eru þær enga stund að afþyðna. Því næst sýður maður pastað og sker laukana niður. Laukarnir eru svo steiktir upp úr smjöri og risarækujunum því næst bætt út á pönnuna. Svo hellið maður hvítvíni og rjóma á pönnuna, kryddar til og rífur parmesan ost út á. Þessu leyfir maður að malla í örskamma stund og ber svo fram með ferskri basilíku og parmesan osti.

 Hvítlaukssmjörs risarækjupasta með hvítvínsrjómasósu

 Hvítlaukssmjörs risarækjupasta með hvítvínsrjómasósu

Hvítlaukssmjörs pasta með risarækjum

  • 300 g Tagliatelle pasta
  • 500 g risarækjur
  • 3 msk smjör (skipt í 2 hluta)
  • 1 shallot laukur
  • 4-5 hvítlauksgeirar
  • Salt og pipar
  • 1 dl hvítvín
  • 400 ml rjómi frá Örnu Mjólkurvörum
  • 1 tsk oreganó
  • 100 g parmesan ostur + meira til að bera fram með
  • Fersk basilíka

Aðferð:

  • Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.
  • Setjið helminginn af smjörinu á pönnuna og bræðið það. Skerið shallot laukinn og hvítlaukana smátt niður og steikið upp úr smjörinu.
  • Bætið risarækjunum út á pönnuna og kryddið með salti og pipar.
  • Bætið hvítvíninu og rjómanum út á pönnuna ásamt oreganó og parmesan ostinum, leyfið að malla þar til osturinn hefur bráðnað.
  • Bætið tilbúna pastanu út á pönnuna og blandið öllu vel saman.
  • Berið fram með fersku basil og meiri parmesan.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5