Söltu ólífurnar og ilmandi hvítlaukskryddið gefa þessu brauði alveg dásmlega dýpt. Skorpan á þessu brauði er stökk og góð, brauðið er svo mjúkt og bragðmikið.
Ólífubrauð eru til dæmis mjög góð sem snittubrauð með pestó og öðru áleggi en svo er líka mjög gott að hafa það með góðri súpu.
Hvítlaukskryddið frá Johnny’s er mjög mikið notað á mínu heimili. Það inniheldur hvítlauk, parmesan ost, salt og steinselju meðal annars.
Ólífubrauð uppskrift:
- 1 ½ tsk þurrger
- 2 ½ dl vogt vatn
- 5 ½ dl hveiti
- 1 tsk hvítlauks krydd
- 2 msk ólífuolía
- 1 ½ dl steinlausar ólífur
Aðferð:
- Setjið gerið ofan í volga vatnið, blandið saman og látið standa í 10 mín.
- Blandið saman hveitinu og kryddblöndunni.
- Setjið gerblönduna út í hveitið og hnoðið saman.
- Bætið ólífuolíunni út í deigið og hnoðið í 5 mín.
- Bætið ólífunum í deigið varlega.
- Látið hefast í 1 klst á volgum stað.
- Hnoðið brauðhleifinn eins og þið viljið baka hann, setjið á smjörpappír, breiðið hreinu viskustykki yfir og látið hefast í 1 klst á volgum stað.
- Kveikið á ofninum og stillið á 200°C. Þegar ofninn er orðinn heitur þá setjið þið 1 bolla af vatni ofan í ofnskúffu neðst í ofninn, setjið svo brauðið strax inn á annari ofnplötu og bakið í um það bil 30 mín eða þangað til það er orðið gullið brúnt.
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben
Category: