Ístertu jólakrans.
Ótrúlega skemmtileg leið til að bera jólaísinn fram á hátíðlegan og fallegan hátt.
Jólaísinn frá Kjörís er komið fyrir í hringlaga kökuformi sem hefur verið klætt með plastfilmu eða smjörpappír. Ísinn settur aftur í frystinn til að harna. Þegar hann er orðinn harður er hann settur á kökudisk og plastfilman/smjörpappírinn tekinn í burtu og ísinn klæddur með sósu, berjum og sælgæti.
Það er um að gera að skreyta ísinn með því sem þér þykir gott, til dæmis með því sem þú setur í bragðarefinn þinn, láttu hugmyndaflugið ráða!
Ístertu jólakrans
- 2 lítrar Jólaís frá Kjörís
- Brownie heit sósa frá Kjörís
- Hindber
- Súkkulaði (til dæmis After eight eða annað)
- (má skreyta með rósmarín eða greni, en a.t.h. það er ekki til þess að borða og þarf að fjarlægja aftur af)
Aðferð:
- Taktu ísinn úr frystinum og leyfðu honum aðeins að ná mesta frostinu úr sér, án þess að láta hann bráðna.
- Klæddu hringlaga kökuform með gati í miðjunni með plastfilmu eða bleyttu smjörpappír undir vatnsbunu, krumpaðu hann saman, hristu mesta vatnið af honum og legðu hann í kökuformið þannig að það liggi alveg upp við hliðar formsins. Passið að allt formið sé þakið og engar stórar krumpur séu til staðar.
- Setjið ísinn í formið, pressið hann alveg niður og gerið hann sléttann. Setjið ísinn í frysti þar til hann er frosinn alveg í gegn (tími fer eftir hversu mikið ísinn bráðnaði en gott að miða við 4 klst eða yfir nótt).
- Leggið formið öfugt á kökudisk og togið í plastfilmuna eða smjörpappírinn þannig að ísinn fari úr forminu og sitji á diskinum.
- Skreytið ísinn með íssósu, berjum og sælgæti.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: