Linda Ben

Ítalskir gæða pizzasnúðar

Recipe by
3 klst og 30 mín
Cook: Unnið í samstarfi við SS

Hérr höfum við alveg svakalega góða ítalska gæða pizzasnúða. Þeir eru búnir til úr sérstaklega góðum hráefnum. Sósan er bragðmikil tómatpúrrusósa, skinkan úr góðu lærvöðvakjöti og svo smellti ég rauðvínssalami einnig í snúðana. Þessir snúðar eru því ekki bara ætlaðir börnunum heldur heilla þeir alla fjölskylduna.

Snúðana er hægt að baka í eldföstumóti og búa þannig til snúðaköku en það má líka bara þá á smjörpappírsklæddri ofnplötu með góðu millibili þannig að þeir séu stakir.

Snúðarnir henta vel sem nesti, sem brauðréttur á veisluhlaðborðið, eru ótrúlega góðir bornir fram með t.d. með súpu eða bara hvenær sem er.

Ítalskir pizzsnúðar

Ítalskir pizzsnúðar

Ítalskir pizzsnúðar

Ítalskir pizzsnúðar

Ítalskir pizzsnúðar

Ítalskir pizzasnúðar

  • 14 g þurrger
  • 120 ml volgt vatn
  • 120 ml volg mjólk
  • 80 g brætt smjör
  • 1 tsk salt
  • 1 egg
  • 500 g hveiti

Ítölsk Fylling

  • 1 túpa le Verdurine tómatpúrrusósa frá Mutti
  • 230 g rifinn mozzarella
  • 1 pakki skinka úr lærvöðva frrá SS
  • 1/2 pakki rauðvínssalami frá SS

Aðferð

  1. Byrjað er á að setja volgt vatn og volga mjólk ásamt gerinu í litla skál og hrært smá til að þurrgerið blotni.
  2. Setjið smjör, salt og egg í stóra skál og hrærið saman.
  3. Bætið svo hveitinu út í og hellið gerblöndunni líka ofan í stóru skálina. Hnoðið deigið saman þangað til allt hefur blandast vel.
  4. Látið deigið hefast í 1 – 1 ½ klst eða þangað til deigið hefur tvöfaldast í stærð
  5. Kveikið á ofninum og stillið á 180°C undir og yfir hita.
  6. Fletjið út deigið þar til það er u.þ.b. 30×40 cm.
  7. Smyrjið tómatsósunni á deigið, dreifið osti yfir. Skerið skinku og salami smátt niður og dreifið yfir. Rúllið deiginu upp og skerið í 2-3 cm þykkar sneiðar. Raðið í smurt eldfastmót og bakið í 35-40 mín. Það má líka rraða snúðunum á smjörpappírsklædda ofnplötu með góðu millibili.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Ítalskir pizzsnúðar

 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5