Hér höfum við einstaklega gómsætan pastarétt með ítölsku salami, sólþurrkuðum tómötum, þistilhjörtum, fersku basil og mozzarella kúlum.
Ítalskur salami pastaréttur með ferskum mozzarella
- 300 g heilkorna skrúfur frá Barilla
- 1 msk ólífu olía
- 1/2 laukur
- 115 g Ítalskt salami frá SS (eitt bréf)
- 280 g þistilhjörtu
- 100 g sólþurrkaðir tómtar
- 35 g ristaðar furuhnetur
- 1/4 tsk þurrkaðar chillí flögur
- 1 msk ferskt timjan (lauf af u.þ.b. 5 stönglum)
- Salt og pipar
- 1 stór lúka ferskt basil
- 2 mozzarella kúlur
- 1 msk extra virgin ólífu olía
Aðferð:
- Sjóðið Barilla skrúfurnar samkvæmt leiðbeiningum.
- Skerið laukinn smátt niður og steikið á pönnu upp úr u.þ.b. 1 msk af ólífu olíu. Skerið salami-ið niður í bita og bætið út á pönnuna ásamt þirstilhjörtum og sólþurrkuðum tómötum (a.t.h. það gæti verið gott að skera tómatana aðeins niður fyrst).
- Bætið því næst út á pönnuna ristuðum furuhnetum, þurrkuðu chillí, fersku timjan og salt og pipar eftir smekk.
- Bætið soðna pastanu út á pönnuna og hrærið öllu vel saman. Slökkvið á hitanum undir pönnunni.
- Setjið ferskt basil yfir og rífið mozzarella kúlurnar yfir. Hellið extra virgin ólífu olíu yfir.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: