Linda Ben

Jalapenó osta fylltir grillaðir bbq hamborgarar

Recipe by
30 mín
| Servings: 4 manns

Jalapenó osta fylltir grillaðir BBQ hamborgarar eru ótrúlega djúsí og fyrst og fremst hrikalega bragðgóðir.

Ef þið langar að prófa eitthvað alveg nýtt þegar kemur að hamborgurum þá er þetta uppskriftin fyrir þig! Þvílík bragð bomba sem þessir hamborgarar eru! 👌

Þessir hamborgarar eru fylltir með jalapenó ostasmyrjunni sem ég setti hingað inn á síðuna um daginn. Það er nefninlega svo margt hægt að gera með þessari smyrju, hún er alveg svakalega góð á eiginlega allt! Ég skipti þó út cheddar ostinum út fyrir hreinan rifinn mosarella ost þar sem ég átti hann til og vildi nýta hann. Það kom alls ekki að sök, kom virkilega vel út.

Það er einfaldara en maður gæti haldið að búa til þessa Jalapenó osta fylltu hamborgara. Maður byrjar á því að hnoða hakkið eins og vanalega, mér finnst best að setja alltaf eina eggjarauðu í hakkið og hnoða kryddið saman við (ekki setja það ofan á í lokin, þá getur það brunnið og helmingurinn dettur ofan í grillið). Svo skiptir maður hakkinu í 8 hluta og útbýr borgara, hver borgari verður svolítið þunnur. Því næst er ostasmyrjan útbúin og smellt á 4 borgara og hinir borgaranir notaðir sem lok til að loka ostinn inni í borgurunum. Svo þegar þeir eru að verða reddý á grillinu eru þeir smurðir með nóg af bbq sósu.

BBQ sósan og bræddi jalapenó osturinn inn í skila þessum hamborgurum án efa á topplistann þinn yfir mest djúsí hamborgara sem þú hefur smakkað, því get ég lofað þér!

Jalapenó osta fylltir grillaðir bbq hamborgarar

Jalapenó osta fylltir grillaðir bbq hamborgarar

Jalapenó osta fylltir grillaðir bbq hamborgarar

Jalapenó osta fylltir grillaðir bbq hamborgarar

  • U.þ.b. 500 g nautahakk
  • 1 eggjarauða
  • BBQ kryddblanda
  • Hamborgarabrauð
  • 100 g rjómaostur
  • 100 g rifinn mozzarella ostur
  • ½ dl niðursoðinn jalapenó, skorinn smátt niður
  • BBQ sósa
  • Grænmeti eftir smekk (ég notaði salat, buff tómata og rauða papriku)
  • Majónes

Aðferð:

Nákvæmt aðferðarmyndband er að finna á Instagram.com/lindaben í “🌶Osta borgari” highlights.

  1. Setjið nautahakkið í skál, setjið eina eggjarauðu út í ásamt u.þ.b. 1 tsk af bbq kryddblöndunni, hnoðið vel saman með höndunum þar til það er orðið þétt og hægt að móta það vel án þess að það detti í sundur. Skiptið hakkinu í 8 hluta (mér finnst best að vigta allt hakkið í einu, deila þyngdinni í 8 hluta og vigta svo rétt magn í hvern hluta, þannig verða hamborgaranir allir jafn stórir).
  2. Fletið hvern hluta af hakkinu annað hvort með hamborgarapressu eða með höndunum þannig að þeir eru u.þ.b. 11-12 cm í þvermál (a.t.h. hvert hamborgarakjöt verður mjög þunnt)
  3. Blandið saman í skál philadelphia, rifnum mosarella og jalapenó. Takið u.þ.b. 1 msk af ostablöndunni og setjið í miðjuna á 4 hamborgarakjötum. Takið hina sem eru ekki með osti á og leggið ofan á þá sem eru með osti, passið að kjötið rifni ekki og klessið örlítið saman meðfram hliðunum.
  4. Grillið hamborgarakjötið á grilli þar til þeir eru eldaðir í gegn, penslið með BBQ sósu seinustu mínúturnar sem þeir eru á grillinu og leyfið sósunni aðeins að taka sig.
  5. Setjið hamborgarabrauðin á grillið og grillið í u.þ.b. 1 mín á hvorri hlið (fylgist mjög vel með svo þau brenni ekki)
  6. Smyrjið hamborgarabrauðin með majónesi, setjið grænmetið á ásamt kjötinu, berið fram með meiri bbq sósu og frönskum.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben svo ég sjái afraksturinn.

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Jalapenó osta fylltir grillaðir bbq hamborgarar

 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5