Þessi jalapenó ostasmyrja er í miklu uppáhaldi hjá mér núna! Ég elska að smyrja henni bæði ofan á grillaða brauðið mitt eða set ostasmyrjuna inn í, spæli egg og ber það fram saman. Ótrúlega gott hvort sem er í hádegismat eða sem léttur kvöldmatur.
Jalapenó ostasmyrja
- 200 g rjómaostur
- 250 g Cheddar ostur
- ½ dl jalapeño (eða eftir smekk)
Aðferð:
Aðferð má einnig sjá sem myndband í highlights á Instagraminu mínu Instagram.com/lindaben
- Rífið cheddar ostinn og setjið í skál ásamt rjómaostinum. Blandið saman.
- Skerið jalapenóið niður og bætið út í og blandið saman.
- Útbúið grill brauð, t.d. með osti og skinku inn í og smyrjið smyrjunni ofan á. Setjið klípu af smjöri á pönnu sem hægt er að loka, þegar smjörið hefur bráðnað setjiði brauðið á pönnuna og setjið lokið á. Látið steikjast við vægan hita þar til osturinn hefur bráðnað.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben
Category: