Linda Ben

Jarðaberja krönsíkaka

Recipe by
1 klst
Cook: Unnið í samstarfi við ÍSAM

Ef þig langar í alveg ómótstæðilega köku sem er einstaklega bragðgóð þá skaltu ekki leita lengra. Þessi jarðaberja krönsíkaka er eins og nafnið segir til um með krönsí toppi og klístraðari miðju.

Jarðaberja krönsíkaka Vanillukaka Linda Ben

Jarðaberja krönsíkaka Vanillukaka Linda Ben

Jarðaberja krönsíkaka Vanillukaka Linda Ben

Jarðaberja krönsíkaka Vanillukaka Linda Ben

Jarðaberja krönsíkaka Vanillukaka Linda Ben

Jarðaberja krönsíkaka Vanillukaka Linda Ben

Jarðaberja krönsíkaka

  • Ljúffeng vanillukaka þurrefnablanda Lindu Ben
  • 3 egg
  • 1 dl vatn
  • 1 1/2 dl olía (eða brætt smjör)
  • 80 g smjör
  • 80 g púðursykur
  • 150 g hveiti
  • St. Dalfour jarðaberjasulta

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir hita.
  2. Byrjið á því að útbúa vanillukökuna með því að setja þurrefnakökublönduna í skál ásamt eggjum, vatni og olíu, hrærið vel saman.
  3. Útbúið krönsið með því að bræða smjörið og setja í skál ásamt púðursykri og hveiti, blandið saman.
  4. Smyrjið kökuform sem er 32 x 12 cm (eða álíka stórt).
  5. Setjið helminginn af vanillukökunni í kökuforrmið, setjið u.þ.b. 5 kúfaðar teskeiðar af sultu yfir deigið, notið hníf til að dreifa úr sultunni varlega um deigið. Setjið einnig helminginn af kröns deiginu, dreifið því yfir sultuna. Setjið svo það sem eftir er af vanilludeiginu yfir og dreifið. Setjið aftur u.þ.b. 5 kúfaðar teskeiðar af jarðaberjasultu yfir og það sem eftir er af kröns deiginu.
  6. Bakið kökuna í u.þ.b. 30-35 mín eða þar til hún er bökuð í gegn.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5