Linda Ben

Jólasíldarsnittur með grænum eplum

Recipe by
7 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Ora

Jólasíldarsnittur með grænum eplum er eitthvað sem er skemmtilegt að prófa til dæmis í morgunmat eða í brunch boðinu á jólunum.

Grænu eplin koma með svo skemmtilegan ferskleika sem passar svo vel með síldinni, piparrótarsósunni og rauðlaukssultunni.

Jólasíldar snittur með grænum eplum

Jólasíldar snittur með grænum eplum

Jólasíldarsnittur með grænum eplum

  • Gróft rúgbrauð
  • Piparrótarsósa
  • Jólasíld
  • Græn epli
  • Rauðlaukssulta
  • Granateplakjarnar

Aðferð:

  1. Smyrjið rúgbrauðið með piparrótarsósu og setjið síldina á brauðið.
  2. Skerið græna eplið í sneiðar og raðið ofan á, toppið með rauðlaukssultu og granateplakjörnum.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Jólasíldarsnittur með grænum eplum

 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5