Jólatrémarengs með karamellukurli og karamellusósu.
Ef þú vilt slá í gegn í jólaboðinu þá er þessi jólatrésmarengs fyrir þig. Hann er mun einfaldari að gera en hann lítur út fyrir að vera, bara eins og venjuleg marengsterta, nema hærri.
Það virðist í fyrstu vera flókið að skera jólatrésmarengsinn niður í sneiðar, en maður einfaldlega notar kökuhníf og kökuspaða eins og vanalega. Maður byrjar á því að taka efstu hæðina af beint og setur á disk. Næst setur maður spaðann undir marengsbotninn og sker sér sneið.
Gleðilega hátíð elsku vinir!
Jólatrémarengs með karamellukurli og karamellusósu
Botnar
- 6 eggjahvítur
- ¼ tsk cream of tartar
- ¼ tsk salt
- 200 g púðursykur
- 200 g sykur
- 1 líter rjómi frá Örnu mjólkurvörum + 100 ml í sósuna
- 200 g karamellukurl
- 200 rjómakaramellur
Aðferð:
- Setjið marengs í sprautupoka og sprautið sex misstóra hringi á bökunarpappír. Stærsti er 25 cm í þvermál og minnsti er 7 cm.
- Bakið marengsinn í 50 mínútur við 140°C á blæstri.
- Setjið rjómakaramellurnar og rjóma saman í pott og bræðið. Kælið blönduna.
- Þeytið rjómann, blandið saman við hann karamellukurlinu.
- Setjið stærsta botninn á kökudiskinn, setjið rjóma á botninn og karamellusósu. Setjið næst stærsta botninn ofan á og endurtakið fyrir alla botnana.
- Skreytið með slaufum.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: