Linda Ben

kaldur hafragrautur með grænum eplum

Recipe by
5 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur | Servings: Einn grautur

Kaldur hafragrautur með grænum eplum sem er svo góður!

Það er upplagt að smella í þennan á kvöldin og fá sér svo ljúffengan morgunmat daginn eftir.

Þessi kaldi hafragrautur er léttur og góður í maga, fullur af góðri næringu og heldur manni söddum langt fram eftir degi.

kaldur hafragrautur með grænum eplum kaldur hafragrautur með grænum eplum

kaldur hafragrautur með grænum eplum

Kaldur hafragrautur með grænum eplum

  • 3 msk grísk jógúrt með karamellum og perum frá Örnu Mjólkurvörum
  • 2 msk hafrar
  • 1 msk chia fræ
  • 1 msk saxaðar möndlur
  • 1 lítið grænt epli
  • ½ dl vatn
  • Ferskir ávextir eins og t.d. ferskja, banani og grænt epli

Aðferð:

  1. Setjið saman grískt jógúrt, hafra, chia fræ og saxaðar möndlur í skál, blandið saman.
  2. Skerið græna eplið smátt niður og blandið þvi saman við grautinn ásamt smá vatni.
  3. Setjið í skál eða krukku og geymdið yfir nótt.
  4. Skreytið með ferskum berjum daginn eftir.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

kaldur hafragrautur með grænum eplum

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5