Linda Ben

Sannkölluð Inversk matarveisla – kjúklinga korma með kjúklingabauna garam masala, kókosmjólkur hrísgrjónum og heimagerðu pappadums

Recipe by
40 mín

 

kjúklinga korma með kjúklingabauna garam masala, kókosmjólkur hrísgrjónum og heimagerðu pappadums

kjúklinga korma með kjúklingabauna garam masala, kókosmjólkur hrísgrjónum og heimagerðu pappadums

kjúklinga korma með kjúklingabauna garam masala, kókosmjólkur hrísgrjónum og heimagerðu pappadums

kjúklinga korma með kjúklingabauna garam masala, kókosmjólkur hrísgrjónum og heimagerðu pappadums

Kjúklingur:

  • 8 Rose poultry úrbeinuð kjúklingalæri
  • Patak’s Korma sósa

Kjúklingabaunir í Garam Masala:

  • 1 msk ólífu olía
  • 1 dós kjúklingabaunir
  • ½ rauðlaukur
  • ¼ tsk túrmerik
  • ½ tsk maukað engifer
  • 1 tsk maukaður hvítlaukur
  • 2 msk Garam Masala Spice paste
  • 1 dós hakkaðir tómatar
  • ½ dl vatn

Kókosmjólkur hrísgrjón

  • 200 g brún hrísgrjón
  • 1 dós Blue Dragon kókosmjólk
  • 1 dl vatn

Pappadums

  • 1 pakki ósteikt pappadums
  • 1-2 dl olía (fer eftir stærð pönnunnar)

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
  2. Steikið úrbeinuðu kjúklingalærin á pönnu þar til þau eru lokuð en ekki elduð í gegn. Hellið sósunni út á pönnunna og bakið inn í ofni þar til þau eru full elduð (ca. 20 min)
  3. Útbúið hrísgrjónin með því að setja þau í pott ásamt kókosmjólk og vatni, sjóðið þar til tilbúin og allur vökvi hefur gufað upp.
  4. Setjið olíu á pönnu og hellið kjúklingabaununum út á pönnuna. Skerið rauðlauk smátt niður og bætið út á pönnuna. Því næst kryddiði með túrmeriki, engifer mauki, hvítlauks mauki og Garam masala mauki, blandið öllu vel saman. Setjið tómatana og smá vatn á pönnuna og leyfið að malla í rólegheitum þar til kjúklingurinn er tilbúinn.
  5. Steikið Pappadums með því að taka frekar litla pönnu, hellið olíu á pönnuna þannig að olían er ca 1 cm djúp. Þegar olían er orðin heit setjið eitt blað af Pappadums á pönnuna í einu. Haldið því niðri í olíunni í 3-5 sek með spaða svo það krullist ekki upp, takið svo töng og snúið því við, steikjið í ca 3-5 sek á hinni hliðinni og leggið svo á eldhúspappír til að fjarlægja auka olíuna.

kjúklinga korma með kjúklingabauna garam masala, kókosmjólkur hrísgrjónum og heimagerðu pappadums

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5