Linda Ben

kjúklingabringur í jógúrt marineringu með raita sósu

Recipe by
Cook: Unnið í samstarfið við Örnu Mjólkurvörur

 

kjúklingabringur í jógúrt marineringu með raita sósu
kjúklingabringur í jógúrt marineringu með raita sósu

kjúklingabringur í jógúrt marineringu með raita sósu

Kjúklingabringur í jógúrt marineringu með raita sósu

  • 200 ml grísk jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum
  • 1 tsk cumin
  • 1 tsk chilli krydd
  • 1 tsk paprika
  • 2 hvítlauksgeirar
  • Safi úr ½ sítrónu
  • Salt og pipar
  • 4 stk kjúklingabringur

Raita sósa

  • 300 ml grísk jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum
  • 1 lítið avocadó
  • ½ agúrka mjög smátt söxuð
  • 1 dl ferskt kóríander smátt saxað
  • ¼ tsk cumin krydd
  • Safi úr ¼-½ sítrónu
  • Salt og pipar eftir smekk

Gott að bera fram með hýðishrísgrjónum og ferksu salati.

Aðferð:

  1. Byrjið á því að útbúa marineringuna fyrir kjúklinginn. Setjið grískt jógúrt í skál ásamt kryddunum, pressið hvítlauksrifin með hvítlaukspressu út í skálina, kreistið safann úr ½ sítrónu út í og blandið öllu saman, smakkið til með salt og pipar.
  2. Setjið kjúklingabringurnar út í jógúrt marineringuna og látið marinerast í a.m.k. 3-4 klst.
  3. Byrjið að sjóða hrísgrjónin áður en farið er að grilla.
  4. Grillið bringurnar á heitu grilli þar til þær eru eldaðar í gegn, u.þ.b. 15-20 mín, snúið þeim reglulega á meðan þær eru á grillinu.
  5. Sósan er útbúin með því að mauka avocadóið í skál, setja grískt jógúrt út í skálina og hræra saman.
  6. Skerið agúrkuna mjög smátt niður og kóríanderið. Setjið út í skálina ásamt cumin kryddi og kreistið smá sítrónusafa út í, smakkið til með salti og pipar.
  7. Berið fram saman með fersku salati.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben svo ég sjái afraksturinn.

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

kjúklingabringur í jógúrt marineringu með raita sósu

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5