Þetta er alveg dúndur gott kjúklingasalat sem var heldur betur fljótt að hverfa af matarborðinu þegar ég bar það fram fyrir mína fjölskyldu. Ég mæli sko sannarlega með að þið prófið þetta!
Kjúklingasalat með beikoni og döðlum
- 2 kjúklingabringur
- 2 msk kjúklingakrydd
- 1 box blandað salat
- 1 gul paprika skorin smátt
- ¼ gul melóna
- 10 döðlur, steinhreinsaðar og skornar smátt niður
- ½ krukka fetaostur með olíunni
- 6 beikonsneiðar
- 2 msk furuhnetur
Dressing
- 1 stk Avocadó
- 1 msk grænt pesó
- 1 dl hágæða extra virgin ólífu olía
Aðferð:
- Skerið kjúklingabringurnar niður í bitastóra bita, kryddið mjög vel með Kick’n chicken kjúklingakryddinu frá Weber og steikið upp úr hitaþolinni olíu á pönnu þangað til hann er eldaður í gegn.
- Skerið allt grænmetið og ávextina smátt niður og setjið í fallega skál.
- Steikið beikonið þangað til það verður stökkt, skerið það þá niður í bitastóra bita.
- Setjið kjúklinginn, beikonið, furuhneturnar og fetaostinn yfir salatið.
- Setjið avocadó, pestó og ólífuolíu í matvinnsluvél og maukið saman, dreifið létt yfir salatið og hafið rest í skál hliðiná salatinu, setjið á salatið eftir smekk.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben
Category: