Linda Ben

Kjúklingasalat með hunangssinnepssósu

Recipe by
15 mín
Cook: Unnið í samstarf við Örnu Mjólkurvörur | Servings: 4 manns

Hér höfum við dásamlega ferskt og bragðgott kjúklingasalat. Sósan er einstaklega ljúffeng hunangssinnepssósa með grískri jógúrt í grunninn svo hún er létt og góð.

Kjúklingasalat með hunangs sinnepssósu

Kjúklingasalat með hunangs sinnepssósu

Kjúklingasalat með hunangs sinnepssósu

Kjúklingasalat með hunangs sinnepssósu

Kjúklingasalat með hunangs sinnepssósu

  • 1 haus romain salat
  • 1/2 agúrka
  • 1 mangó
  • 800 g kjúklingalæri
  • 1 msk góð kjúklingakryddblanda
  • Brauðteningar
  • Salatostur frá Örnu Mjólkurvörum
  • 200 g grískt jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum
  • 1 1/2 msk sterkt dijon sinnep
  • 1 /2 msk hunang
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Skerið salatið, agúrkuna og mangóið niður og setjið í skál.
  2. Kryddið kjúklingalærin vel og steikið þá á pönnu þar til þau eru elduð í gegn. Skerið þau niður í bita og setjið út á salatið með brauðteningum og salatosti.
  3. Setjið grísku jógúrtina í skál ásamt sinnepi og hunangi, kryddið til með salti og pipar, blandið vel saman og hellið 1/2 af sósunni yfir salatið og blandið saman.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Kjúklingasalat með hunangs sinnepssósu

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5