Linda Ben

Klassísk hjónabandssæla eins og hún var í gamla daga

Recipe by
1 klst
| Servings: Unnið í samstarfi við ÍSAM

Klassísk hjónabandssæla eins og hún var í gamla daga.

Ég elska að fletta í gegnum gömlu uppskriftarbækurnar hennar mömmu og geri það reglulega. Það er bara eitthvað við þessar gömlu góðu uppskriftir sem lætur manni líða svo vel. Í uppskriftabókinni hennar mömmu eru líka bara góðar uppskriftir sem voru handskrifaðar inn í bókina.

Þessi uppskrift af hjónabandssælu er einmitt úr gömlu uppskriftabókinni hennar mömmu, mamma hefur gert hana ótal oft og eflaust amma mín líka.

Kakan er mjúk, bragðgóð en ekkert of sæt, fullkomin að mínu mati.

Ég notaði jarðaberja og rabbabara sultuna frá St. Dalfour en það eru uppáhalds sulturnar mínar. Þær innihalda einungis 100% ávexti, það er enginn viðbættur sykur í þeim, aðeins sykurinn sem er náttúrulega til staðar í ávöxtunum og engin aukaefni.

klassísk hjónabandssæla

klassísk hjónabandssæla

klassísk hjónabandssæla

klassísk hjónabandssæla

klassísk hjónabandssæla

klassísk hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Nákvæmt aðferðarmyndband er að finna á Instagram.com/lindaben í “Hjónabandssæla” highlights.

  • 200 g smjör, mjúkt
  • 100 g púðursykur
  • 2 egg
  • 150 g hveiti
  • ¾ tsk lyftiduft
  • ¾ tsk matarsódi
  • ½ tsk salt
  • ½ tsk kanill
  • 200 g haframjöl
  • 1 krukka jarðaberja og rabbabara sulta frá St. Dalfour
  • 50 g haframjöl

Aðferð:

  1. Byrjið á því að kveikja á ofninum og stillið á 200°C, og stillið á undir og yfir. Takið 20×30 cm form (líka hægt að nota 25 cm smelluform) og klæðið það með smjörpappír. Best er að brjóta það alveg ofan í svo það liggi slétt ofan í forminu.
  2. Hrærið saman smjör og púðursykur saman, setjið svo eggin út í, eitt í einu.
  3. Setjið hveitið, lyftiduftið, matarsódann, salt og kanil út í, blandið saman. Bætið haframjölinu saman við, hrærið þar til blandað saman.
  4. Takið ¾ af deiginu og pressið niður í formið, passið að það fari í hornin líka og sé allstaðar jafn þykkt.
  5. Smyrjið sultunni yfir allt deigið.
  6. Setjið haframjölið út í restina af deiginu og blandið létt saman, dreifið yfir kökuna, fallegt að setja aðeins meir af haframjöli yfir.
  7. Bakið inn í omni í u.þ.b. 25 mín.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben svo ég sjái afraksturinn.

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

klassísk hjónabandssæla

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5