Þessa klassísku skúffuköku með kókos átt þú eftir að elska. Þetta er skúffukakan eins og hún var til í gamladaga, þessi með þykka glassúrskreminu og kókosnum ofan á. Hún er æðislega góð ein og sér, en ef þú vilt algjörlega toppa þig þá þeytiru smá rjóma og berð fram með henni. Alveg svakalega gott og einfalt á sama tíma.
Kakan sjálf er úutbúin að sjálfsögðu úr kökumixinu mínu, Ljúffeng súkkulaðikaka Lindu Ben, og er hún útbúin samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum, nema bökuð í stærra formi, þannig náum við henni svona þunnri eins og skúffukökur eiga að vera.
Klassísk skúffukaka með kókos
- Ljúffeng súkkulaðiköku þurrefnablanda frá Lindu Ben
- 3 egg
- 150 g smjör/bragðlítil olía
- 1 dl vatn
Aðferð
- Kveikið á ofninum og stillið á 180°C, undir og yfir hita.
- Setjið þurrefnablönduna, egg, brætt smjör/olíu og vatn í skál. Hrærið rólega saman í 3-4 mínútur eða þar til deigið hefur samlagast og orðið glansandi.
- Setjið deigið í smurð 30×40 cm form (eða álíka stórt) og bakið í u.þ.b. 25 mín eða þar til kakan er bökuð í gegn.
- Kælið kökuna að stofuhita og útbúið kremið á meðan.
Súkkulaðiglassúrsskrem
- 500 g flórsykur
- 30 g kakó
- 200 g smjör
- 2 msk kaffi
- 2 dl kókos
Aðferð:
- Setjið flórsykur og kakó í skál.
- Bræðið smjörið og hellið því ofan í skálina ásamt kaffinu, hrærið saman.
- Smyrjið kreminu ofan á kökuna. Til að auðvelda ferlið er gott að hita spaða undir heitu vatni, þurrka vatnið af honum og nota heitan spaðann til að slétta úr kreminu.
- Skreytið með kókos.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: