Linda Ben

Klassískt Carbonara

Recipe by
20 mín
Cook: Unnið í samstarfi við SS | Servings: 4 manns

Klassískt Carbonara. Hér höfum við klassíska uppskrift sem við höfum mörg heyrt um áður og jafnvel smakkað. Eðalbeikon, egg og parmesan leika lykilhlutverk í þessari uppskrift sem svíkur engan sem elskar gott pasta.

Þetta er mjög einfaldur réttur sem tekur stutta stund að útbúa.

Klassískt Carbonara

Klassískt Carbonara

Klassískt Carbonara

Klassískt Carbonara

Klassískt Carbonara

  • 450 g Tagliatelle frá Barilla
  • 130 g Eðalbeikon frá SS
  • 50 g smjör
  • 3 hvítlaukgeirar
  • 4 egg
  • 150 g rifinn parmesan (+ meira til að setja yfir pastað þegar það er tilbúið)
  • Salt og pipar
  • Ferkst basil

Aðferð:

  1. Setjið vatn í stóran pott og náið upp suðunni.
  2. Skerið beikonið í bita og steikið á pönnu þar til það er eldað í gegn og byrjað að brúnast örlítið.
  3. Setjið salt og pastað í sjóðandi vatnið og sjóðið í 6 mín eða þar til það er nánast alveg soðið en það er ennþá smá bit í því.
  4. Bætið þá smjörinu út á pönnnuna, merjið hvítlauksgeirana með hníf svo þeir opnist og bætið út á pönnuna, leyfið þessu að malla í svolitla stund þannig að bragðið úr hvítlauknum fari í smjörið og beikonið.
  5. Setjið eggin í skál og hrærið þau saman.
  6. Rífið parmesaninn niður og bætið út í eggin ásamt salti og pipar.
  7. Þegar pastað er tilbúið takið þá hvítlaukana upp úr pönnunni, slökkvið á hitanum undir og bætið pastanu út á pönnuna, hrærið saman.
  8. Hellið eggjablöndunni út á pastað og hrærið strax saman, eggjablandan á að þykkna aðeins en á ekki að verða kekkjótt. Bætið við pastavatni, u.þ.b. 2 msk af pastavatni í einu, og hrærið saman við ef sósan er of þykk.
  9. Berið fram með meira af parmesan, pipar og ferskri basil.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Klassískt Carbonara

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5