Klassískt Waldorf salat eins og það gerist best.
Það væri varla jólamatur án Waldorf salatsins að mínu mati. Hér er salatið búið til úr eplum, vínberjum, valhnetum, súkkulaði og að sjálfsögðu þeyttum rjóma.
Klassískt Waldorf salat eins og það gerist best
- 2 græn epli
- 250 g græn vínber
- 250 ml rjómi frá Örnu Mjólkurvörum
- 50 g súkkulaði
- 50 g valhnetur
Aðferð:
- Flysjið eplin og kjarnhreinsið, skerið svo í bita og setjið í skál. Skerið einnig vínberin niður og bætið í skálina.
- Þeytið rjómann og bætið í skálina, rífið súkkulaðið gróft niður og bætið út í.
- Brjótið valhneturnar gróft niður og bætið út í.
- Blandið öllu saman.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: