Linda Ben

Klassískur grjónagrautur og litríkt túnfiskasalat með kotasælu

Recipe by
45 mín
Cook: Unnið i samstarfi við ÍSAM | Servings: 4 manns

Klassískur grjónagrautur og litríkt túnfiskasalat með kotasælu er ódýrt og góður kvöldmatur sem allir elska.

Það er hægt að gera grjónagrautinn bæði í potti og í ofni. Uppskriftina af grónagraut í ofni, finnur þú hér. Stundum finnst mér betra að gera grjónagrautinn í potti því þá hef ég meiri stjórn á elduninni. En það fer algjörlega eftir aðstæðum hvað ég vel að gera.

Litríka túnfiskasalatið með kotasælunni er algjört sælgæti. Svo ferskt og ljúffengt. Það inniheldur fullt af grænmeti og kotasælu til að auka próteininnihaldið ennþá meira. Mér finnst samt nauðsynlegt að setja mæjónes líka til að gera það mjúkt og gott. Túnfiskasalatið geymist vel en eftir nokkra tíma byrjar vökvinn úr agúrkunum að leysast út í salatið, mér finnst best að hella vökvanum bara frá. Ekki hræðast vökvann, salatið er ekki skemmt og bragðið er alveg það sama.

Klassískur grjónagrautur og litríkt túnfiskasalat með kotasælu

Klassískur grjónagrautur og litríkt túnfiskasalat með kotasælu

Klassískur grjónagrautur og litríkt túnfiskasalat með kotasælu

Klassískur grjónagrautur og litríkt túnfiskasalat með kotasælu

Klassískur grjónagrautur og litríkt túnfiskasalat með kotasælu

Klassískur grjónagrautur

  • 5 dl hrísgrjón t.d. jasmín eða grautargrjón
  • 1 1/2 l nýmjólk
  • 1 tsk vanilla
  • 1 – 1 1/2 tsk salt
  • 1 dl rúsínur
  • Kanilsykur (1 dl sykur + 1 msk kanill)

Aðferð:

  1. Skolið hrísgrjónin og setjið í pott ásamt 0,5 l nýmjólk, látið suðuna koma upp og leyfið að malla rólega og hrærið mjög reglulega í. Bætið mjólk í eftir þörfum þar til grónin eru orðin mjúk í gegn. Munið að hræra alltaf mjög reglulega í með trésleif.
  2. Bætið rúsínunum út í og leyfið þeim að sjóða með í u.þ.b. 5-10 mín. Berið fram með kanilsykri og örlítið af meira mjólk.

Litríkt rúnfiskasalat með kotasælu

  • 184 g túnfiskur frá Ora í vatni
  • 4 egg
  • 200 g kotasæla
  • 1 msk mæjónes
  • 1/2 agúrka
  • 1/2 rauð paprika
  • 1 lítið (eða 1/2) gult epli
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Sjóðið eggin þar til þau eru harðsoðin (u.þ.b. 9 mín)
  2. Hellið vatninu af túnfiskinum og setjið í skál ásamt kotasælu, mæjónesi, smátt saxaðari agúrku, papriku og epli.
  3. Takið skurnina af eggjunum og skerið þau niður í litla bita með eggjaskera. Bætið út í salatið og hrærið öllu saman. Kryddið til með salti og pipar

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Klassískur grjónagrautur og litríkt túnfiskasalat með kotasælu

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5