Linda Ben

Klassískur Mojito kokteill

Recipe by
15 mín
| Servings: 1 drykkur

Klassískur Mojito kokteill er drykkur sem allir kokteil aðdáendur ættu að smellt í.

Ég hef ekki ennþá hitt þá manneskju sem finnst Mojito ekki góður, það er bara eitthvað við fersku myntuna sem gerir þennan drykk ómótstæðilegan.

Sumir gera þennan drykk með hrásykri en mér finnst betra að gera hann með sykursýrópi. Það er mjög einfalt að útbúa sykursýróp, maður einfaldlega bræðir sykur í vatni í sama magni og þá er það tilbúið.

Mojito kokteill uppskrift

Klassískur Mojito kokteill

  • 2 stk lime sneiðar
  • 1 lúka myntu lauf
  • 20 ml sykursýróp
  • 30 ml romm
  • Klakar
  • Sódavatn

Aðferð:

  1. Setjið lime og myntu lauf í glas, merjið það saman með kokteil merjara.
  2. Setjið sykursýróp og romm út í drykkinn, blandið saman.
  3. Fyllið glasið af klökum og hellið sódavatni yfir, blandið saman.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben svo ég sjái afraksturinn.

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Mojito kokteill uppskrift

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5