Linda Ben

Hvít súkkulaðiköku blondie

Recipe by
1 klst
Prep: 10 mín | Cook: 20 mín

Við komum systir minni á óvart seinustu helgi með barna sturtu. Að sjálfsögðu var allt drekkhlaðið af góðgæti og gúmmulaði. Ég nýtti þetta frábæra tækifæri og prófaði mig aðeins áfram með uppskrift sem mig hefur lengi langað að prófa en það er hvít súkkulaði blondie.

klístruð hvít súkkulaðikaka

klístruð hvít súkkulaðikaka

klístruð hvít súkkulaðikaka

Vá kakan var svo góð! Það er bara eitthvað við þessa aðeins undirbökuðu, klístruðu, ljúfu köku sem lætur manni líða svo vel og maður hreinlega getur ekki hætt að borða hana! Hvíta súkkulaðið einfaldlega nýtur sín til hin ýtrasta með sítrónuberkinum og hindberjunum sem gera hana á saman tíma svolítið ferska.

klístruð hvít súkkulaðikaka

Kakan er ótrúlega einföld að gera og mjög lík venjulegri brownie sem margir hafa prófað að gera. Þannig hér er ekkert að óttast, þetta er eitthvað sem allir geta gert. Lykillinn að því að fá áferðina rétta er að fylgjast vel með kökunni í ofninum. Um leið og kantarnir eru bakaðir í gegn þá er kakan tilbúin.

klístruð hvít súkkulaðikaka

Ég bar fram kökuna á kökudisk frá Daynew en það er íslenskur keramik hönnuður sem framleiðir guðdómlegar fallegar vörur. Kökudiskurinn er svo fallegur að kakan sem er fremur einföld í útliti verður eins og listaverk. Ég mæli með að þið kíkið á vörurnar frá Daynew en vörurnar hennar eru allar æðislegar!

Klístruð hvít súkkulaði blondie

  • 150 g smjör
  • 150 g hvítt súkkulaði
  • 2 egg
  • 200 g sykur
  • 150 g hveiti
  • klípa af salti
  • Fínt rifinn börkur af 1 sítrónu
  • Hindber

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°C
  2. Bræðið smjörið í potti og takið pottinn svo af hitanum.
  3. Brjótið hvíta súkkulaðið út í smjörið og látið það bráðna saman við.
  4. Hrærið saman sykur og egg.
  5. Blandið saman þurrefnunum og blandið varlega saman við eggjablönduna.
  6. Setjið sítrónubörkinn og súkkulaðiblönduna varlega út í deigið.
  7. Setjið smjörpappír í formið og brjótið hliðarnar á smjörpappírnum svo smjörpappírinn liggi vel í forminu. Hellið deiginu ofan í smjörpappírinn. (Það er líka hægt að smyrja formið á venjulegan hátt en þá fáiði slétta kanta á kökuna)
  8. Bakið í um það bil 20 mín (fylgist vel með kökunni frekar en að treysta á tímann) eða þangað til kantarnir á kökunni eru bakaðir í gegn, gott að athuga með prjóni og ef ekkert kemur upp með prjóninum þegar honum er stundið í kökuna þá er hún tilbúin. Hún á sem sagt að vera ennþá blaut í miðjunni.
  9. Leyfið kökunni að kólna í forminu, takið hana svo úr forminu og setjið á fallegan kökudisk. Þið eigið að geta rennt smjörpappírnum undan með því að brjóta hann undir kökuna frá einum endanum.
  10. Skreytið kökuna með hindberjum

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

klístruð hvít súkkulaðikaka

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

3 Reviews

  1. Raggi

    Mæli klárlega með þessari, mjúk, djúsí og sjúklega bragðgóð!

    Star
  2. Ösp

    Þessi sló í gegn í afmæli sonarins og nú líður að næsta afmæli og þetta er eina kakan sem ég er búin að ákveða að verði pottþétt með. Einföld og sjúklega góð!

    Star
  3. Linda

    Vá en æðislegt, en gaman að heyra!

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5