Kókos karrý núðluréttur með bollum sem er svo góður og öll fjölskyldan á eftir að elska.
Sósan er rjómkennd og mild en með bragðmiklu kókos og karrý bragði. Bollurnar eru soja bollur frá Oumph sem eru virkilega góðar og áferðin á þeim frábær, þéttar og ljúffengar. Gott er að bera núðlurnar fram með vorlauk, kóríander og lime sneiðum.
Þessi núðluréttur er einfaldur og fljótlegur, tekur aðeins 20 mín að smella honum saman.
Kókos karrý núðluréttur með bollum
- 550 g (einn poki) Oumph klassískar bollur
- 2 msk ólífu olía
- 4 hvítlauksgeirar
- 2 cm engifer
- 2 msk rautt karrý mauk
- 4 gulrætur
- 800 ml (2 dósir) kókosmjólk
- 200 ml vatn
- 2 msk hnetusmjör
- 1 msk soja sósa
- 50 g babyleaf kál eða spínat
- 200 g eggjanúðlur
- 35 g kóríander
- 4 vorlaukar
- 1 lime
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita. Setjið bollurnar á smjörpappírsklædda ofnplötu og bakið í 20 mín.
- Setjið vatn í pott og látið suðuna koma upp (þið notið þennan pott seinna fyrir núðlurnar).
- Rífið niður hvítlauk og engifer í pott og steikið upp úr olíu. Bætið karrý maukinu í pottinn og steikið létt með.
- Rífið gulræturnar í strimla og bætið út í pottinn.
- Hellið kókosmjólkinni og vatninu út í pottinn. Bætið hnetusmjöri og soja sósu út í. Leyfið þessu að malla.
- Á meðan sósan mallar í pottinum, setjiði þá núðlurnar ofan í hinn pottinn og sjóðið samkvæmt leiðbeiningum.
- Skerið niður kóríander og vorlauk í litla bita, skerið lime í sneiðar.
- Bætið bollunum og babyleaf kálinu út í súpuna og hrærið saman við.
- Setjið núðlur í skálar og bætið svo súpunni yfir. Berið fram með kóríander, vorlauk og lime sneið.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: