Þessi súpa er rosalega fljótleg og góð, hentar vel á vetrardögum eins og þessum. Súpan er silkimjúk og yljandi, svolítið sterkt með söltum tónum, alveg svakalega góð!
Kókos súpa með kjúkling, uppskrift:
- 500 ml kókosmjólk
- 4 sítrónugrös,
- 3 cm sneið engifer, maukað
- 1 rauður chillí
- 8 hvítir sveppir
- 6 kirsuberjatómatar
- 2 kjúklingabringur, skornar niður í bitastærðir
- 2 msk fiskisósa
- safi í 1 lime
- Kóríander
Aðferð:
- Steikið kjúklinginn létt með salt og pipar.
- Hitið kókosmjólkina í potti að suðu.
- Skerið sítrónugrösin gróft langsum (svo auðvelt sé að taka úr súpunni áður hún er borðuð).
- Skerið sveppina í þunnar sneiðar, skerið chillíið í litla bita, maukið engiferið og bætið út í súpuna ásamt tómötunum.
- Setjið kjúklinginn út í súpuna og sjóðið í 5 mín.
- Setjið fiskisósu og lime safa út í súpuna.
- Setjið súpuna á diska, skreytið og bragðbætið súpuna með kóríander.
Category: