Linda Ben

Konfekt marengstertu krans

Recipe by
4 kist
Cook: Unnið í samstarfi við Anthon Berg

Hátíðarnar eru á næsta leiti og ég er farin að huga að jólaeftirréttunum. Þessi konfekt marengsterta hentar fullkomlega á aðventunni. Ég gerði marengsinn í laginu eins og jólakrans og skreytingarnar eru í hátíðarbúning, sykruð trönuber og ferskt rósmarín sem minnir óneitanlega á greni.

Fyllingin er algjörlega himnesk, fersk jarðaber og Anthon Berg konfekt sem svíkur engan!

Ég mæli með að gera marengsinn daginn áður, leyfa marengsinum að kólna hægt og rólega með ofninum yfir nótt og setja fyllinguna á marengsinn samdægurs. Ef það hentar þér betur að gera kökuna með lengri fyrirvara þá er vel hægt að setja rjómann á marengsinn (ekki skreyta strax) viku áður og geyma í frysti með plastfilmu yfir, en það er betra að geyma það að skreyta kökuna þangað til rétt áður en hún er borin fram.

Konfekt marengsterta

Konfekt marengsterta

Konfekt marengsterta

Konfekt marengsterta

Konfekt marengsterta

Konfekt marengsterta

Konfekt marengsterta

Marengs krans:

  • 6 eggjahvítur
  • 3,5 dl sykur
  • 2 tsk kornsterkja (maizena mjöl)
  • 2 tsk vanilludropar
  • 2 tsk hvítvíns edik

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 120ºC.
  2. Notið fullkomlega hreina hrærivéla skál, setjið eggjahvíturnar í skálina og notið þeytarann.
  3. Blandið kornsterkjunni út í sykurinn, hrærið saman.
  4. Þeytið eggjahvíturnar mjög rólega fyrst, setjið 1 tsk af sykri út í eggjahvíturnar í einu á ca ½ mín fresti, aukið hraðann hægt og rólega eftir því sem þið setjið meiri sykur út í (þolinmæðisverk en þó þess virði).
  5. Blandið saman vanilludropum og hvíta borðedikinu, hellið blöndunni út í þegar eggjahvíturnar hafa náð stífum toppum og hrærið saman við þar til allt hefur blandast vel saman og marengsinn er orðinn mjög stífur
  6. Teikniði 22 cm hring á smjörpappírinn og svo annan minni hring inn í, snúið smjörpappírnum við (svo pennastrikið sé niður) festiði smjörpappírinn á ofnplötu með því að setja örlítið deig undir hornin á smjörpappírnum og klessið við ofnplötuna.
  7. Setjið marengsinn inn á milli hringanna tveggja sem teiknaðir voru á smjörpappírinn, sléttið úr með skeið svo það myndist heill krans, takið svo bakhliðina af skeiðinni og myndið einskonar skurð í hringinn (fyrir fyllinguna). Til þess að mynda slétta framhlið á hringinn takið bakhliðina af skeið aftur og byrjið neðst og dragið upp svo myndist toppar á ytri hlið hringsins.
  8. Bakið í u.þ.b. 90 mín, slökkvið svo á ofninum en ekki opna ofninn. Látið kökuna kólna alveg með ofninum, tekur u.þ.b. 4 klst. en best ef hún fær að vera inn í ofninum yfir nótt.

Fylling:

  • 700 ml rjómi
  • 330 g Anthon Berg Sweet Moments konfekt (tveir pokar)
  • 250 g jarðaber
  • 70 g súkkulaði
  • 50 ml rjómi
  • Ferskt rósmarín
  • Trönuber
  • 1 dl sykur

Aðferð:

  1. Færið kökuna mjög varlega af smjörpappírnum og á kökudisk.
  2. Þeytið rjómann. Skerið jarðaberin smátt niður og alla konfektmolana nema 6 stk niður í 4 hluta. Blandið því saman við rjómann og setjið ofan á marengsinn.
  3. Hitið rjómann og súkkulaðið saman yfir vatnsbaði og hrærið saman, dreifið súkkulaðinu yfir rjómann, fallegt að láta leka smá niður hliðar marengsins.
  4. Veltið trönuberjum upp úr sykri og setjið á rjómann, klippið niður rósmarín og setjið meðfram trönuberjunum.
  5. Skreytið með heilum Anthon Berg konfektmolum

Konfekt marengsterta

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5