Linda Ben

Krispí kjúklingabauna pítur

Recipe by
20 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur | Servings: u.þ.b. 3-4 manns

Krispí kjúklingabauna pítur.

Hvernig væri að hafa pítur sem stökkum kjúklingabaunum í matinn?

Þessi réttur sem er tilvalinn sem kvöldmatur eða hádegismatur er einfaldur, fljótlegur, hollur og ótrúlega bragðgóður!

Þú byrjar á því að steikja kjúklingabaunirnar á pönnu upp úr olíu og kryddum, lætur malla í u.þ.b. 5 mín á pönnunni eða þar til baunirnar eru byrjaðar að verða svolítið stökkar. Smellir pítubrauðunum í ristavélina á meðan þú útbýrð sósuna, smyrð henni á brauðin (eða inn í eins og við flest erum vön að gera), bætir grænmetinu og kjúklingabaununum á og toppar með fetaosti, þetta er svooooo gott!

krispí kjúklingabauna pítur

krispí kjúklingabauna pítur

krispí kjúklingabauna pítur

Krispí kjúklingabauna pítur

  • 1 dós (400 g) niðursoðnar kjúklingabaunir
  • 1-2 msk ólífu olía
  • Salt og pipar
  • 1/2 tsk cumin
  • 1/2 stk oreganó
  • 1/4 tsk hvítlaukskrydd
  • 1/4 tsk paprikukrydd
  • Pítubrauð
  • Grænmeti (til dæmis tómatar, gúrkur, salat, rauðlaukur o.fl.)
  • Jógúrtsósa, uppskrift hér fyrir neðan
  • Salatostur frá Örnu Mjólkurvörum

Aðferð:

  1. Skolið kjúklingabaunirnar og þerrið þær á eldhúspappír.
  2. Setjið ólífu olíu á pönnu og bætið kjúklingabaununum á pönnuna, kryddið með salti og pipar. Bætið því næst cumin, oreganó, hvítlaukskryddi og paprikukryddi út á og blandið öllu vel saman, leyfið baununum á malla svolítið á pönnunni þar til þær fá stökka húð á sig, tekur u.þ.b. 5 mín.
  3. Ristið pítubrauðin á meðan sósan er útbúin og grænmetið skorið niður.
  4. Smyrjið sósunni á brauðin og bætið baununum á ásamt grænmetinu og salatostinum.

Jógúrtsósa

 

  • 3 msk grískt jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum
  • Salt og pipar
  • 1/4 tsk cumin
  • 1/2 tsk hvítlaukskrydd
  • 1/4 tsk paprikukrydd
  • 1 tsk sætt sinnep

Aðferð:

  1. Blandið öllum innihaldsefnum saman.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

krispí kjúklingabauna pítur

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5