Linda Ben

Krydduð kjúklingabaunahræra

Ef þig langar til að breyta til frá hefðbundna álegginu á brauðið þá mæli ég með að þú prófir þessa kjúklingabaunahræru, hún er alveg virkilega bragðgóð! Krydduð kjúklingabaunahræra er upplögð til fá sér í morgunmat eða hádegismat. Þetta er kjörin réttur til þess að “food preppa” en það er hægt að græja þennan rétt með miklum fyrirvara og hita svo upp þegar maður vill.

Það er hægt að aðlaga þessa uppskrift og gera hana vegan með mjög einföldum hætti, en maður skiptir þá parmesan ostinum út fyrir næringarger, þá er uppskriftin vegan.

Það tekur ekki nema um það bil 5 mínútur að græja þessa próteikríku, hollu og súper góðu uppskrift.

Kjúklingabaunahræra

Kjúklingabaunahræra

Kjúklingabaunahræra

Krydduð kjúklingabaunahræra

  • 300 g niðursoðnar kjúklingabaunir í krukku frá Muna
  • 2 tsk tahini frá Muna
  • 1 tsk túrmerik frá Muna
  • 1 tsk hvítlaukskrydd
  • 1 tsk laukkrydd
  • 1/2 tsk pipar
  • 1/4 tsk salt
  • 1 tsk paprikukrydd
  • 1 msk parmesan ostur eða næringarger
  • 1 msk steikingarolía frá Muna

Borið fram með

  • Súrdeigsbrauð
  • Klettasalat
  • Kirsuberjatómatar
  • Ólífu olía frá Muna

Aðferð:

  1. Setjið kjúklingabaunirnar í skál og stappið þær gróft með gaffli/kartöflustappara/annað.
  2. Bætið tahini út á skálina ásamt túrmeriki, hvítlaukskryddi, laukkryddi, pipar, salti, paprikukryddi og parmesan osti/næringargeri.
  3. Steikið upp úr 1 msk af steikingarolíu þar til öll blandan er orðin heit í gegn og osturinn bráðnaður.
  4. Ristið súrdeigsbrauðsneiðar og setjið kjúklingabaunahræruna ofan á ásamt klettasalati, kirsuberjatómutum og ólífu olíu.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

Kjúklingabaunahræra

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5