Mig langar að vera með svona aðeins öðruvísi færslu þetta skiptið bara til þess að minna okkur á að hlutirnir þurfa ekki alltaf að vera eitthvað flóknir. Sérstaklega á sumrin þegar maður hefur oft ekkert alltof mikinn tíma í til að vera inni í eldhúsinu.
Eitt það skemmtilegasta sem við gerum á sumrin er að fara í lautarferð. Hvort sem það er þegar við erum í útilegu, sumarbústað eða bara heima þá er svo gaman að fara í göngutúr í náttúrunni og finna sér góðan, fallegan stað til að setjast niður og borða góðan mat.
Það þarf alls ekki að vera neitt flókið þegar maður fer í lautarferð, en það sem er gott að hafa með sér er:
- Karfa/taska undir hlutina
- Teppi
- Diska
- Sérvettur
- Gaffla
- Glös
- Mat
Það sem við vorum með okkur þetta skiptið matarkyns var:
- Kirsuber
- Vatnsmelóna í sneiðum
- Hindberja skyrkaka frá Mjólku
- Sódavatn
Eins og þið sjáið afskaplega einfalt og gott. Við löbbuðum um í náttúrunni þar til við fundum æðislega laut í umhverfi birkitrjáa sem útskýrir öll litlu laufin sem er var á teppinu. Þar var alveg dáamlegt að sitja og njóta sólarinnar. Við týndum blóm sem við settum í körfuna og eftir matin fóru allir að spila kubb. Þetta var alveg æðislegur eftirmiðdagur.
Skyrkökurnar frá Mjólku henta afskaplega vel til að hafa með sér í þegar haldið er út á land. Þær eru silki mjúkar og afar bragðgóðar. Ég hef einmitt tekið svona skyrtertu nokkrum sinnum með mér í útilegu í sumar.
Bestu kveðjur
Linda