Linda Ben

Lax í hvítlauks rjómasósu

Recipe by
25 mín
| Servings: 3 manns

Þessi lax í hvítlauks rjómasósu með sólþurrkuðum tómötum er algjört lostæti. Það tekur enga stund að smella í þennan rétt enda er hann afar einfaldur.

Rétturinn er algjör sprengja fyrir bragðlaukana og allt grænmetið gerir hann einstaklega skemmtilegam fyrir augað. Það er mjög gott að bera þennan rétt með hýðishrísgrjónum.

Lax í hvítlauks rjómasósu með sólþurkuðum tómötum

Lax í hvítlauks rjómasósu með sólþurkuðum tómötum

Lax í hvítlauks rjómasósu með sólþurkuðum tómötum

  • 800 g lax
  • 2 msk ólífu olía
  • ½ laukur
  • 4-5 hvítlauksgeirar
  • 1 appelsínugul papríka
  • 150 g sólþurrkaðir tómatar
  • 180 g kirsuberjatómatar
  • 300 ml rjómi
  • 100 g spínat
  • Salt og pipar

Aðferð:

Aðferð má einnig sjá sem myndband í highlights á Instagraminu mínu Instagram.com/lindaben

  1. Byrjið á því að krydda laxinn með salt og pipar, setja olíu á pönnuna og steikið fiskinn með roðið niður þar til hann er u.þ.b. eldaður í gegn, það er gott að setja lok á pönnuna svo hann eldist örlítið hraðar. Takið laxinn af pönnunni en haldið olíunni og því á pönnunni áfram.
  2. Skerið laukinn smátt niður og steikið hann á pönnunni, bætið við olíu eftir þörfum. Skerið hvítlaukinn og paprikuna líka niður og steikið. Skerið sólþurrkuðu tómatana niður og bætið þeim á pönnuna ásamt heilum kirsuberja tómötum.
  3. Bætið rjóma á pönnuna ásamt spínatinu og blandið öllu saman. Kryddið með salt og pipar og leyfið að malla í smá stund. Setjið laxinn aftur á pönnuna og hitið hann upp. Berið fram með hýðis hrísgrjónum.

Lax í hvítlauks rjómasósu með sólþurkuðum tómötum

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

 

Ekki það sem þú varst að leita að? Athugaðu þá með þessa rétti:

Ofnbakaður lax í teriyaki marineringu með fullt af grænmeti

Virkilega einfaldur og ferskur lax með jarðaberja salsa

Einfaldur grískur fiskréttur sem slær öll met!

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5