Linda Ben

Lax í mangó chutney

Recipe by
35 mín
Prep: 10 mín | Cook: 25 mín

Lax í mangó chutney

Ég elska að heyra frá ykkur, hvort sem það er til að vita hvernig ykkur líkar við uppskriftir sem ég set inn eða fá ráðleggingar og hugmyndir frá ykkur um hvernig þið matreiðið matinn ykkar.

Ég gerði það einmitt þegar ég var að matreiða þennan lax. Ég var ekki búin að ákveða hvað ég ætlaði að gera úr honum og setti ég þá inn spurningarglugga með eftirfarandi spurningu: “hver er þín go-to leið til að matreiða lax?” og þið stóðuð ekki á svörum ykkar. Ég fékk ótrúlega mikið af góðum hugmyndum til að matreiða lax á einfaldan máta.

Flestir sögðust krydda laxinn með sítrónupipar og setja inn í ofn sem er klassísk og góð leið, aðrir sögðust setja bbq sósu yfir og aðrir teriyaki sósu áður en þeir settu fiskinn inn í ofn. Það sem vakti áhuga minn sérstaklega var hversu margir sögðust setja mangó chutney yfir og þannig inn í ofn.

Ég hafði ekki heyrt um þá aðferð og hvað þá smakkað (kannski með þeim fáu á landinu?) en ég sá strax að þetta væri eitthvað sem ég þyrfti að smakka og það núna strax.

Flestir töluðu um að pensla mangó chutney yfir laxinn og setja saxaðar möndlur eða pistasíu hnetur yfir sem er alveg örugglega rosalega gott. Ég ákvað að fara skrefinu lengra og ákvað að rífa lítið hvítlauksrif út í chutney-ið, krydda með salt og pipar og elda kartöflurnar á sama fati og fiskurinn til þess að kartöflurnar tæki í sig svolítið af bragðinu líka. Það kom ótrúlega vel út og má ég til með að deila þessu öllu með ykkur. Ég tala nú ekki um þið sem eigið eftir að smakka lax og mangó chutney saman, þetta er klárlega “must try” réttur.

Lax í mangó chutney

Lax í mangó chutney

Lax í mangó chutney

  • 1 msk ólífu olía
  • 700 g lax (eða það magn sem hentar)
  • 400 g kartöflur
  • 4 msk kúfaðar mangó chutney
  • 1 hvítlauksrif
  • ½ dl möndlur
  • Salt og pipar
  • Klettasalat

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
  2. Skrælið kartöflurnar og skerið í strimla.
  3. Smyrjið eldfastmót eða bakka með ólífu olíu og setjið kartöflurnar á bakkann, kryddið með salti og pipar, setjið inn í ofn á meðan laxinn er útbúinn.
  4. Setjið mangó chutney í skál og rífið hvítlauksrifið út í og kryddið með salti og pipar.
  5. Skolið laxabitana og sjáið hvort það séu nokkuð bein sem þarf að fjarlægja.
  6. Saxið möndlurnar.
  7. Þegar kartöflurnar hafa verið inn í ofni í u.þ.b. 10 mín takið þá út úr ofninum og bætið laxinum á bakkann. Smyrjið laxinn vel með mangó chutney og dreyfið möndunum yfir.
  8. Bakið inn í ofni í u.þ.b. 15-20 mín en tíminn fer eftir þykkt laxins.
  9. Berið fram með klettasalati.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

 

Lax í mangó chutney

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5