Léttur eftirréttur – Fersk ber með mascarpone kremi.
Alveg dásamlega góður eftirréttur sem er léttur og ferskur úr alvöru ítölskum mascarpone osti frá Michelangelo sem stendur fyrir fyrsta flokks gæði.
Það er ótrúlega einfalt að smella þessum eftirrétti saman, eitthvað sem allir geta gert! Maður einfaldlega hrærir örlítið í mascarpone ostinum sem er rjómkenndur ostur, afar bragðmildur og góður. Létt þeytir rjómann og blandar honum saman við ostinn ásamt flórsykri, þá er það tilbúið! Svo er bara að setja blönduna í glas ásamt berjum og súkkulaði ef maður vill. Síðan er öllum frjálst að skreyta að vild en ég notaði matarglimmer.
Léttur eftirréttur – Fersk ber með mascarpone kremi
- 250 g Mascarpone
- 2 dl rjómi
- 2 dl flórsykur
- 100 g hindber
- 100 g bláber
- 200 g jarðaber
- Nóa kropp eða annað súkkulaði
- Fersk mynta
- Matarglimmer
Aðferð:
- Setjið mascarpone í skál og hrærið í honum með pískara.
- Létteytið rjómann örlítið í annari skál þar til hann verður meiri um sig en ennþá mjög linur.
- Blandið mascarponne ostinum, rjómanum og flórsykrinum saman með pískara.
- Skerið jarðaberin niður í 4 hluts hvert og raðið í 4 glös ásamt bláberjum og hindberjum. Ég raðaði þeim í aðra hliðina á glasinu.
- Setjið u.þ.b. 3 msk af mascarpone blöndunni í hvert glas. Dreifið Nóa kroppi og matarglimmeri yfir. Klippið efstu laufin af myntunni til að skreyta hvert glas.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar