Linda Ben

Liba brauð með nautahakki og grænmeti

Recipe by
15 mín
Cook: Unnið í samstarfi við ÍSAM | Servings: 4 manns

Liba brauðið er svo gott í ótrúlega margt. Það lítur út eins og stórar vefjur eða þunnur pizzabotn. Það bragðast virkilega vel og passar með flest öllu. Það er hægt að nota það á fjölmarga vegu eins og til dæmis gera pizzu úr því og nota sem vefjur. Það er líka æðislega gott að smyrja það með hvítlaukssmjöri og baka in í ofni þar til það er smá stökkt, skera svo niður og borða með t.d. lasagna.

Hér smurði ég Lida brauðið með hvítlaukssósu og fyllti svo með nautahakki og grænmeti. Einfaldur og fljótlegur kvöldmatur sem öllum á heimilinu líkaði vel við

Liba vefjur með nautahakki og grænmeti

Liba vefjur með nautahakki og grænmeti

Liba vefjur með nautahakki og grænmeti

Liba brauð með nautahakki og grænmeti

  • 500 g nautahakk
  • 1 poki burrito kryddblanda
  • Salat
  • Rauð paprika
  • Agúrka
  • Feta ostur
  • Liba brauð
  • Hvítlaukssósa eða t.d. pítusósa

Aðferð:

  1. Steikið nautahakkið á pönnu með kryddblöndunni þar til það er tilbúið.
  2. Skerið grænmetið niður.
  3. Smyrjið liba brauðið með sósunni, setjið nautahakk og grænmeti á brauðið og rúllið því upp eins og maður gerir við burrito.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Liba vefjur með nautahakki og grænmeti

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5