Linda Ben

Linguine og kjötbollur

Recipe by
30 mín
Cook: Unnið í samstarfi við SS

Hér höfum við alveg virkilega gott linguine og kjötbollur í dásamlegri ekta ítalskri tómatsósu, svolítið eins ítölsku ömmurnar gera þær. Með fáum en virkilega góðum innihaldsefnum.

Kjötbollurnar sjálfar eru í átt við gömlu góðu kjötbollurnar sem þið mörg þekkið hér af síðunni. Sérlega djúsí, bragðmiklar og góðar.

Ég er viss um að þessi réttur eigi eftir að slá í gegn hjá þér.

Spagettí og kjötbollur

Spagettí og kjötbollur

Spagettí og kjötbollur

Spagettí og kjötbollur

Linguine og kjötbollur

  • 500 g nautahakk frá SS
  • 1 laukur
  • 2 hvítlauksrif
  • ½ kryddostur með pipar
  • U.þ.b. 1 lúka ritz kex
  • 2 tsk oreganó
  • ½ tsk oreganó
  • ½ tsk þurrkað basil
  • 250 g linguine frá Barilla
  • 2 dósir Mutti Polpa fínt hakkaðir tómatar
  • 2 tsk Mutti tómatpúrra 
  • Salt og pipar
  • Fersk basilíka
  • Parmesan

Aðferð:

  1. Setjið vatn í pott ásamt salti og ólífu olíu, sjóðið. 
  2. Setjið nautahakk í skál ásamt smátt söxuðum lauk, hvítlauksrifum, rífið piparostinn niður ofan í skálina, brjótið ritz kexið í skálina og kryddið. Blandið öllu vel saman og hnoðið í bollur. 
  3. Bætið spagettíinu í pottinn og sjóðið þar til tilbúið.
  4. Steikið bollurnar á pönnu, snúið þeim þannig að þær brúnist allstaðar. 
  5. Bætið hökkuðu tómötunum út á pönnuna ásamt tómatpúrru og kryddið, setjið lok á pönnuna og leyfið öllu að malla á vægum hita í nokkrar mínútur. 
  6. Berið fram með ferskum parmesan og ferskri basilíku. 

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Spagettí og kjötbollur

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5