Linda Ben

Lítil marsípan konfekt hjúpuð ljósu og dökku súkkulaði

Recipe by
| Servings: Unnið í samstarfi við Odense

Hér er að finna uppáhalds jólakonfekt hjá undirritaðri! Það er með því einfaldara sem hægt er að smella saman, ekkert temprað súkkulaði eða annað vesen, bara smella saman í skál, baka og bræða örlítíið súkkulaði yfir.

Á Instagraminu mínu (www.instagram.com/lindaben) er ég að gefa FJÓRAR Odense gjafakörfur stúlfullar af marsípan og súkkulaði, hugsaðar sem búbót fyrir þig eða einhvern sem þarf sérstaklega á því að halda um jólin. Endilega taktu þátt hér!

Mér þætti svo vænt um að þú gætir hjálpað mér að láta orðið berast og því máttu endilega deila þessari færslu.

_MG_4970 copy

Odense gjafaleikur lítil marsípan konfekt hjúpað ljósu og dökku súkkulaði

Odense gjafaleikur lítil marsípan konfekt hjúpað ljósu og dökku súkkulaði

Þessi marípan konfekt eru æði með rjúkandi heitum kaffibolla yfir hátíðarnar.

Lítil marsípan konfekt hjúpað ljósu og dökku súkkulaði

  • 200 g Orginal Odense Marsípan
  • 2 ½ dl flórsykur
  • 2 ½ dl möndlumjöl
  • 1 eggjahvíta
  • Dökkur Odense súkkulaðihjúpur
  • Ljós Odense súkkulaðihjúpur
  • Silfurlitað matarglimmer

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C.
  2. Setjið öll innihaldsefni saman í skál og hrærið saman þangað til allt hefur samlagast.
  3. Skiptið deiginu upp í 5 hluta, rúllið hverjum hluta upp í 1 – 1½ cm þykkja lengju, skerið lengjuna niður í 3 cm búta. Raðið á bökunarplötu með smjörpappír og bakið í um það bil 10-15 mín eða þar til endarnir á marsípan stykkjunum eru farin að brúnast örlítið.
  4. Bræðið dökka súkkulaðihjúpinn og ljósa í sitthvorri skálinni.
  5. Raðið marsípanstykkjunum á grind með smjörpappír undir. Takið teskeið og hellið ljósa súkkulaðinu hratt yfir, fram og til baka svo myndist svona þunnar súkkulaði rendur, leyfið súkkulaðinu að stirna. Endutakið fyrir dökka súkkulaðihjúpinn og leyfið að stirna. Setjið silfur matarglimmer í lítið sigti og sigtið yfir konfektið.

Odense gjafaleikur lítil marsípan konfekt hjúpað ljósu og dökku súkkulaði

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5