Litríkt og bragðgott risarækju hrásalat með mexíkósku ívafi sem tekur enga stund að úttbúa.
Ég elska fljótlegan, bragðgóðan og hollan kvöldmat. Þetta ljúffenga salat tekur aðeins 15 mín að útbúa og það er stútfullt af allskonar litríkri hollustu sem gerir líkamanum okkar gott á meðan það leikur við bragðlaukana okkar.
Það góða við svona hrásalat er hvað það geymist vel. Það er því upplagt að gera stóran skammt af því og geyma afgangana af því í vel l0kuðu íláti fyrir næstu daga.
Litríkt og bragðgott risarækju hrásalat með mexíkósku ívafi
- 1/4 rauðkálshaus
- 1/4 hvítkálshaus
- 4 gulrætur
- 10-20 g ferskt kóríander
- 200 grifinn mozzarella frá Örnu Mjólkurvörum
- 400 g gular maís baunir
- niðursoðnar jalapenó sneiðar (má sleppa)
- 500 g risarækjur
- 1-2 msk mexíkósk kryddblanda
Salat dressing með mexíkósku ívafi
- 1 dl mæjónes
- 1 dl grískt jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum
- 1 hvítllauksrif
- 1 tsk mexíkósk kryddblanda
- 1/8 tsk chillí krydd
- Salt og pipar
- Safi úr 1/2 lime
Aðferð:
- Skerið rauðkálið, hvítkálið og gulræturnar smátt niður. Setjið í stóra skál, bætið gulu baununum í skálina ásamt söxuðu kóríander (gott að skilja smá eftir af kóríanderinum til að skreyta með), rifnum mozzarella, söxuðu jalapenó.
- Útbúið dressinguna með því að setja mæjónes og gríska jógúrt í skál. Rífið hvítlauksrifið ofan í skálina og bætið kryddunum út í. Kreystið limesafa út í og hrærið öllu saman.
- Hjúpið risarækjurnar með kryddið og steikið þær á pönnu upp úr örlítilli olíu þar til þær eru orðnar bleikar í gegn.
- Setjið drressinguna út á salatið og blandið öllu mjög vel saman. Setjið salatið á fallegan disk. Setjið risarækjurnar yfir og skreytið með meira kóríander.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: