Að gera lífið einfaldara og bragðbetra hefur alltaf verið mitt markmið með uppskriftasíðunni minni.
Þess vegna þegar ég var að velta fyrir mér hvaða vöru ég ætti að bæta við Ljúffengu vörulínuna mína þá var mér strax hugsað til gulrótaköku. Það elska held ég allir gulrótakökur. Þær eru svo bragðgóðar, kryddaðar og góðar.
Þessi gulrótakökublanda er einstaklega mjúk og blaut, ekki of sæt og alveg rétt krydduð.
Maður setur smjör/olíu, egg, vatn og gulrætur út í deigið til að gera klassíska og góða gulrótaköku. Krem uppskriftin er svo aftan á pakkanum en það er afskaplega ljúffengt rrjómaostakrem með sítrónukeim.
Ég vona svo innilega að þessi gulrótakökublanda eigi eftir að gera lífið ykkar einfaldara og bragðbetra! 🥰
Gulrótakökublandan er mætt í Krónuna!
Ljúffeng gulrótakaka
- Ljúffeng gulrótakaka þurrefnablanda Lindu Ben
- 3 egg
- 175 ml olía
- 1 dl vatn
- 125 g rifnar gulrætur
Rjómaostakrem
- 300 g mjúkt smjör
- 200 g rjómaostur
- 500 g flórsykur
- Börkur af 1 sítrónu
- 1 tsk sítrónusafi
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir hita.
- Rífið niður gukræturnar
- Setjið þurrefnablönduna í skál ásamt eggjum, olíu, vatni og rifnum gulrótum. Hrærið saman og skiptið deiginu á milli tveggja smurðra smelluforma.
- Bakið í u.þ.b. 25 mín eða þar til botnarnir eru bakaðir í gegn. Kælið botnana.
- Útbúið rjómaostakremið með því að setja mjúkt smjör í skál og þeyta þar til það er létt og loftmikið. Setjið þá rjómaostinn út í og blandið honum saman við smjörið. Setjið þá flórsykurinn og þeytið þar til mjúkt. Rífið sítrónubörkinn út í og kreystið örlítinn safa út í kremið.
- Setjið 1/3 af kreminu á neðri botninn og setjið svo efri botninn yfir. Hjúpið kökuna með því sem eftir er af kreminu.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar