Linda Ben

Ljúffeng sítrónubaka

Recipe by
4 klst
Cook: Unnið í samstari við ÍSAM

Þessi sítrónubaka er alveg einstaklega ljúffeng og góð!

Sítrónufylllingin er létt og ferk á meðan botninn er stökkur og fullkomið mótvægi við mjúkri fyllingunni.

Sítrónubaka

Sítrónubaka

Sítrónubaka

Sítrónubaka

Sítrónubaka

Botn

  • 260 g kremkex
  • 100 g smjör

Sítrónufylling

  • 2 egg
  • 2 eggjarauður
  • 60 g sykur
  • Börkur og safi af 1 sítrónu
  • 2 matarlímsblöð
  • 115 g smjör
  • 400 g rjómaostur
  • 70 g flórsykur

Aðferð:

  1. Setjið kremkex (með kreminu) í matvinnsluvél eða blandara og maukið. Bræðið smjörið og blandið saman við.
  2. Smynrjið hringinn af 23 cm stóru smelluformi og klæðið með smjörpappír. Setjið á kökudisk sem passar í fyrsti. Pressið kexmulningsblöndunni í botninn á kökudisknum og u.þ.b. 2 cm upp á kantana á smelluforminu líka þannig að kantarnir eru þéttir, sléttir og flottir. Setjið í fyrsti.
  3. Leggið matarlímsblöðin í skál með köldu vatni.
  4. Setjið vatn í pott og skál ofan á pottinn, vatnið á að ná upp í skálina. Setjið eggin, eggjarauðurnar, sykur, sítrónubörk og sítrónusafa í skálina og kveikið undir pottinum. Þeytið blönduna stanslaust þegar vatnið er byrjað að hitna undir skálinni. Eftir nokkrar mínútur (3-4 mín) byrjar blandan að þykkna og lýsast örlítið. Kreystið vatnið af matarlímsblöðunum og setjið ofan í skálina, hrærið saman við. Takið þá blönduna af hitanum og bætið smjörinu út í og hrærið því saman við þar til það er alveg bráðnað.
  5. Setjið blönduna inn í  ísskáp þar til blandan er orðin köld (hægt er að flýta fyrir þessu ferli með því að hella blöndunni í frekar stórt eldfast mót og setja þannig inn í ísskáp).
  6. Setjið rjómaost og flórsykur í skál og þeytið saman. Bætið köldu eggjablöndunni út í rjómaostablönduna og blandið varlega saman með sleikju.
  7. Hellið blöndunni ofan á kexbotninn. Leyfið kökunni að taka sig inn í ísskáp yfir nótt eða 3-4 klst.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Sítrónubaka

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5