Þessi skinkuhorn eru einstaklega ljúffeng og góð. Deigið sjálft er það sama og er í kanilsnúðunum mínu frægu sem eru hvað þekktastir fyrir að vera einstaklega mjúkir og ljúffengir, bara svona svo þið vitið við hverju þið megið búast við af þessum skinkuhornum.
Ég nota alltaf bláa kornax hveitið þegar ég baka einhverskonar brauðmeti, með því að nota það hefast brauðið betur og deigið er svolítið sterkara (heldur hefuninni betur í sér) ef svo mætti segja.
Fyllingin sjálf er klassísk, skinku smurostur og skinka. Hornin eru svo pensluð með eggi fyrir bakstur og dreift smá af rifnum osti yfir þau til að gera þau ennþá betri.
Ljúffeng skinkuhorn
- 120 ml volgt vatn
- 120 ml volg mjólk
- 12 g þurrger
- ½ dl sykur
- 80 g brætt smjör
- 1 lífrænt egg frá Nesbú
- 500 g blátt kornax hveiti
- 1 tsk salt
Skinkufylling:
- 300 g smurostur með skinku
- 300 g skinka
Toppur
- 100 g rifinn ostur
- 1 lífrænt egg frá Nesbú
Aðferð:
- Setjið volgt vatn, volga mjólk, þurrger og sykur í frekar stóra skál og hrærið saman. Leyfið blöndunni að taka sig í u.þ.b. 2-3 mín.
- Setjið smjör, egg, hveiti og salt út í skálina og hrærið saman þar til orðið að nokkuð þéttu en samt ennþá klísturuðu deigi. Setjið hreint viskastykki yfir skálina og látið standa við stofuhita (eða stillið ofninn á 30°C og setjið skálina inn í ofninn), leyfið deiginu að hefa sig í u.þ.b. 1 klst.
- Útbúið fyllinguna með því að setja smurost í skál, skerið skinkuna í litla bita hrærið saman við smurostinn.
- Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita.
- Skiptið deiginu í 4 jafna hluta. Fletjið hvern hlut út í hring og skerið deigið í 8 jafna þríhyrninga (eins og maður sker pizzu), mér finnst gott að nota pizzahníf í þetta.
- Skiptið fyllingunni í 4 jafna hluta. Skiptið einum hluta af fyllingunni á þríhyrningana, setjið fyllinguna á breiðasta hlutann. Ef þið vilji þá getiði sett smá rifinn ost yfir fyllinguna og rúllið svo deiginu upp frá breiðari endanum. Endurtakið fyrir allt deigið.
- Raðið hornum á smjörpappísklædda ofnplötu. Setjið 1 egg í skál og hrærið það saman, penslið því svo á skinkuhornin. Dreifið svolítið af rifnum osti yfir hornin.
- Bakið í u.þ.b. 10 mín eða þar til þau eru byrjuð að gyllast á litinn.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar