Linda Ben

Linda Ben kökumix – Ljúffeng Vanillukaka

Loksins eru þau komin! Kökumixin sem ég er búin að vera vinna að í bráðum 3 ár.

Eftir að ég gaf út bókina mína Kökur fór ég að hugsa hvernig ég gæti gert öllum mögulegt að njóta þess að baka kökur á einfaldan og fljótlegan hátt. Ég fékk þá hugmynd að setja einstaklega ljúffengt kökumix á markað og höfum við verið að vinna í því síðan.

Ég er svo spennt að leyfa ykkur að smakka og njóta, vonandi um ókomna tíð.

Á pakkanum finnið þið uppskrift af kremi til að setja á kökuna. Uppskriftin er einföld og eitthvað sem flest allir ættu að geta ráðið við að gera.

Leiðbeiningarnar til að útbúa kökuna eru einnig aftan á pakkanum. Maður þarf 3 egg, 150 g smjör eða 150 ml af bragðlítilli olíu og 1 dl vatn. Ég nota sjálf yfirleitt 150 g smjör, kakan verðurr örlítið klessulegri með smjörinu sem ég fýla, en ef þú fýlar léttari kökur þá mæli ég með að nota olíuna.

Gott er að baka kökuna í tveimur 20 cm formum en það er þó í góðu lagi að baka hana í annari stærð af formum. Ég mæli til dæmis með að nota 20×30 cm form til að fá kassalaga köku á einni hæð.

Það er einnig hægt að setja deigið í bollakökuform til að útbúa bollakökur.

Þið megið undirbúa ykkur fyrir margar mismunandi útfærslur af kökumix kökunum hér á þessari síðu í framtíðinni.

Ljúffeng Vanillukaka Linda Ben kökumix

 

Ljúffeng Vanillukaka Linda Ben kökumix

Ljúffeng Vanillukaka Linda Ben kökumix

Ljúffeng Vanillukaka Linda Ben kökumix

Ljúffeng Vanillukaka Linda Ben kökumix

Ljúffeng Vanillukaka:

  • 500 g Linda Ben Ljúffeng vanillukaka þurrefnablanda
  • 3 egg
  • 150 g brætt smjör/150 ml bragðlítil olía
  • 1 dl vatn

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°C, undir og yfir hita.
  2. Setjið þurrefnablönduna, egg, brætt smjör/olíu og vatn í skál. Hrærið rólega saman í 3-4 mínútur eða þar til deigið hefur samlagast og orðið glansandi.
  3. Smyrjið tvö 20 cm smelluform og skiptið deiginu á milli formanna. Bakið í u.þ.b. 25 mín eða þar til kökurnar eru bakaðar í gegn.
  4. Kælið botnana að stofuhita og útbúið kremið á meðan. Uppskriftin er hér fyrir neðan.
  5. Setjið einn kökubotn á disk og 1/3 af kreminu ofan á hann, sléttið úr kreminu. Setjið seinni botninn ofan á kremið, setjið það sem eftir er af kreminu ofan á og á hliðar kökunnar. Sléttið úr kreminu og skreytið að vild.

Ljúffenga vanillukremið

  • 400 g mjúkt smjör
  • 500 g flórsykur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1 dl rjómi

Aðferð:

  1. Hrærið smjörið þar til það er létt og ljóst.
  2. Bætið flórsykrinum saman við og hrærið þar til létt og loftmikið.
  3. Bætið rjómanum og vanilludropunum út í og hrærið þar til silkimjúkt.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5