Bakaðar vefjur er svo ótrúlega góðaaar! Þær eru djúsí, bragðmiklar og svo rosalega ljúffengar.
Þessi réttur kallast upprunalega enchiladas en hann saman stendur af bragðmiklu hakki, góðum osti og vefjum, rúllað upp og bakað í nóg af sósu.
Ég gerði ferskt salsa með vefjunum sem gerði alveg ótrúlega mikið fyrir réttinn. Það er svo einfalt að búa til sitt eigið salsa og rosalega gott, þið bara verðið að prófa! Ég mæli líka með að þið berið fram vefjurnar með sýrðum rjóma og ef þið ætlið að vera sérstaklega flott á því þá veit ég að ein margarita myndi sko heldur betur fullkomna þennann rétt.
Vefjur innihald:
- Hakk
- 1 msk burrito krydd
- 1 laukur
- 400 ml tilbúin salsa sósa úr búð
- 2 bolla kjúklingasoð
- 6 miðstærðar vefjur
- 200 g rifinn ostur
Aðferð:
- Skerið laukinn niður og steikið hann léttilega á pönnu með ólífuolíu
- Setjið hakkið út á pönnuna ásamt burrito kryddinu og steikið.
- Setjið salsa sósuna og kjúklingasoðið saman í pott og hitið að suðu.
- Stillið ofninn á 200°C.
- Takið stórt eldfastmót og setjið sósu í botninn.
- Þá er komið að því að raða á vefjurnar. Á eina vefju setjiði 1 msk af sósu og dreyfið vel, 2 msk hakk og 1 msk ost.
- Rúllið upp á vefjunni þannig að innihaldið haldist vel inn í. Setjið vefjuna ofan í eldfasta mótið og passið að vefjan opnist ekki. Endurtakið fyrir hinar vefjurnar þangað til eldfasta mótið er fullt.
- Hellið afganginum af sósunni yfir vefjurnar þannig að það flæðir svolítið yfir þær.
- Dreyfið afganginum af ostinum jafnt yfir vefjurnar.
- Setjið vefjurnar inn í ofninn og bakið þangað til osturinn er byrjaður að brúnast.
Fersk salsa innihald:
- 400 g tómatar
- 1/2 vel þroskað mangó
- 1/2 rauðlaukur
- lítið búnt kóríander
- safi úr 1/2 lime
Aðferð:
- Skerið tómatana, mangóið og rauðlaukinn niður í litla teninga.
- Skerið kóríanderið niður smátt.
- Kreistið safann úr 1/2 lime og blandið salsanu saman.
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben.
Category: