Linda Ben

Ljúffengar pönnukökur

Recipe by
30 mín
| Servings: 10 pönnukökur

Að gera lífið einfaldara og bragðbetra hefur alltaf verið mitt markmið með uppskriftasíðunni minni.

Mjúku, þykku og ljúffengu amerísku pönnukökurnar hafa verið ein vinsælasta uppskrift síðunnar frá upphafi og því kom ekki annað til greina en að útbúa mix úr þeirri uppskrift.

Hér er það loksins komið. Ég vona svo innilega að þessi pönnukökublanda eigi eftir að gera lífið ykkar einfaldara og bragðbetra! 🥰

Fljótlegar, einfaldar og einfaldlega bestu pönnukökurnar ef þú spyrð mig.

Ef þið viljið gera pönnukökurnar ofnæmisvænar eða vegan þá sleppið þið egginu og notið plöntuútgáfu af mjólk og smjöri.

Pönnukökublandan er mætt í Krónuna!

Pöönnukökumix Linda Ben - ljúffengar pönnukökur - fljótlegar

Pöönnukökumix Linda Ben - ljúffengar pönnukökur - fljótlegar

Pöönnukökumix Linda Ben - ljúffengar pönnukökur - fljótlegar

Pöönnukökumix Linda Ben - ljúffengar pönnukökur - fljótlegar

Pöönnukökumix Linda Ben - ljúffengar pönnukökur - fljótlegar

Ljúffengar pönnukökur

  • Ljúffengar pönnukökur þurrefnablanda Lindu Ben
  • 1 egg
  • 2 1/2 dl mjólk
  • 60 g brætt smjör

Aðferð:

  1. Setjið smjör á pönnu og bræðið það.
  2. Setjið þurrefnablönduna í skál ásamt eggi, mjólk og bræddu smjöri. Hrærið öllu vel saman en ekkert vera stressa ykkur á ef blandan er kekkjótt, það jafnar sig eftir smá og hefur ekki áhrif á bragðið.
  3. Steikið u.þ.b. 2 msk af deigi í einu á báðum hliðum þar til pönnukakan er bökuð í gegn.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

Pöönnukökumix Linda Ben - ljúffengar pönnukökur - fljótlegar

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5