Linda Ben

Ljúffengur hamborgarhryggur með hátíðlegu meðlæti

Recipe by
3 klst
Cook: Unnið í samstarfi við SS | Servings: 6 manns

Ljúffengur hamborgarhryggur með hátíðlegu meðlæti

Þessi klassíska jólamáltíð sem við ættum flest öll að kannast við og elska.

Hamborgarhryggurinn frá SS er einstaklega ljúffengur. Hann þarf ekki að sjóða heldur er hann settur beint inn í ofn í eldföstumóti eða steikarpotti. Hér er hann eldaður með gljáa og borinn fram með sykurrbrúnuðum kartöflum, ljúffengri hamborgarhryggjasósu, gljáðum gulrótum, ljúffengu waldorf salati og sultuðum rauðlauk.

Hátíðar hamborgarhryggur með gljáa og ljúffengu meðlæti

Besti hamborgahryggja gljáinn

Hátíðar hamborgarhryggur með gljáa og ljúffengu meðlæti

Hátíðar hamborgarhryggur með gljáa og ljúffengu meðlæti

Hátíðar hamborgarhryggur með gljáa og ljúffengu meðlæti

Hátíðar hamborgarhryggur með gljáa og ljúffengu meðlæti

Hamborgarhryggur með sykurbrúnuðum kartöflum, gljáðum gulrótum, waldorfsalati, hamborgarhryggjasósu og sultuðum rauðlauk.

  • Hamborgarhryggur með beini frá SS
  • Hamborgarhryggja gljái (þessi uppskrift)
  • Sykurbrúnaðar kartöflur (uppskrift hér fyrir neðan)
  • Gljáðar gulrætur (uppskrift hér fyrir neðan)
  • Waldorfsalat (þesssi uppskrift eða þessi)
  • Hamborgarhryggjasósa (uppskrift hér fyrir neðan)

 Aðferð:

  • Hægt er að elda hamborgarhrygginn með tvennskonar hætti, annað hvort í steikarpotti inn í ofni, eða í eldföstumóti (ekki með loki).
  • Ef notaður er steikarpottur: Kveikið á ofninum og stillið á 120°C og undir+yfir hita. Setjið steikina ofan í pottinn og hellið 1 líter af vatni ofan í pottinn. Setjið lok á pottinn og bakið inn í ofni í 2 klukkutíma og 15 mín.
  • Ef notað er eldfastmót: Kveikið á ofninum og stillið á 150°C. Setjið hrygginn ofan í mótið og bætið 1 liter af vatni ofan í mótið, eldið í 70 mín per. kg. Kjarnhiti þarf að mælast 68°C.
  • Hellið soðinu af kjötinu og setjið það í pott.
  • Hrærið saman gljáanum. Setjið hamborgarhrygginn á fallegt fat sem má fara inn í ofn og penslið hrygginn með gljáanum og raðið ananas sneiðum á hann, bakið hrygginn í 15 mín.

Gljáðar gulrætur

  • 500 g gulrætur
  • 2-3 msk ólífu olía
  • 1-2 msk púðursykur
  • Salt

Aðferð:

  1. Hreinsið gulræturnar og skerið þær í helminga langsum, raðið í eldfast mót.
  2. Hellið olíu yfir gulræturnar og dreifið púðursykri og örlitlu salti yfir.
  3. Bakið inn í ofni við 200°C Í 20 mín.

Sykurbrúnaðar kartöflur

  • 1 kg forsoðnar kartöflur
  • 1 ½ dl sykur
  • 75 g smjör

Aðferð:

  1. Setjið sykur á pönnu og hitið á vægum hita þar til sykurinn er nánast allur bráðnaður (passið að sykurinn brenni ekki, hrærið varlega í með sleif)
  2. Skerið smjörið í þrjá bita. Þegar sykurinn er nánast allur bráðnaður og ykkur finnst hann vera alveg við það að byrja brenna, setjið þá 1/3 af smjörinu út í og hrærið saman við, setjið svo næsta smjörbita út í og hrærið saman við og svo næsta.
  3. Setjið kartöflurnar út á pönnuna (gerið það varlega og passið að karamellan slettist ekki) og veltið þeim upp úr karamellunni og leyfið þeim að malla saman í nokkrar mínútur þar til kartöflurnar eru alveg húðaðar.
  4. Setjið í fallegt fat eða á fatið með hamborgarhryggnum.

Hamborgarhryggjarsósa

  • 200 ml af soðinu sem kemur af hryggnum
  • 500 ml rjómi
  • 2 msk koníak
  • 1 stk svínakraftur
  • Salt og pipar
  • ½ tsk dijon sinnep
  • U.þ.b. 1 msk maisenamjöl
  • sósulitur
  • 30 g smjör

Aðferð:

  1. Setjið soðið, rjóma, koníak saman í pott og sjóðið.
  2. Bætið út í svínakrafti, salt og pipar og dijon sinnepi og hrærið saman við, leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur.
  3. Bætið út í maisenamjölinu og sósulit þar til þið eruð ánægð með þykktina og litinn á sósunni.
  4. Skerið smjörið í bita og bætið út í sósuna og hrærið þar til bráðnað saman við.

Sultaður rauðlaukur (rauðlaukssulta)

  • 2 rauðlaukar
  • ½ dl balsamic
  • 1 hvítlauksgeiri
  • 2 msk hunang
  • 1 msk olía
  • 1 msk sykur
  • Svolítill pipar

Aðferð:

  1. Skerið rauðlaukinn niður í þunnar sneiðar, hér er þægilegast að nota mandolín.
  2. Setjið í pott ásamt öllum öðrum innihaldsefnum og leyfið að malla rólega í u.þ.b. 45 mín til 1 klst eða þar til áferðin er orðin sultukennd, hrærið í reglulega.
  3. Best er að setja sultuna í alveg tandurhreina krukku á meðan hún er heit og loka krukkunni vel, þannig geymist hún vel og lengi.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5