Þessi klassíska jólamáltíð sem við ættum flest öll að kannast við og elska.
Hamborgarhryggurinn frá SS er einstaklega ljúffengur. Hann þarf ekki að sjóða heldur er hann settur beint inn í ofn í eldföstumóti eða steikarpotti. Mikilvægt er að fjarlægja innri filmu sem liggur þétt upp að honum. Hana á að fjarlægja eftir eldun, en áður en gljáinn er settur á hrygginn.
Hér er höfum við klassískan hamborgarhrygg. Eldaður í ljúffengum gljáa og borinn fram með sykurbrúnuðum kartöflum, ljúffengri hamborgarhryggjasósu, ljúffengu waldorf salati og sultuðum rauðlauk.





Ljúffengur og safaríkur hamborgarhryggur
- Hamborgarhryggur frá SS
Aðferð:
- Fjarlægið umbúðir af hamborgarhryggnum, elda á hrygginn með filmunni á svo hann verði fallegri í laginu.
- Hægt er að elda hamborgarhrygginn með tvennskonar hætti, annað hvort í steikarpotti inn í ofni, eða í eldföstumóti (ekki með loki).
- Ef notaður er steikarpottur: Kveikið á ofninum og stillið á 120°C og undir+yfir hita. Setjið steikina ofan í pottinn og hellið 1 líter af vatni ofan í pottinn. Setjið lok á pottinn og bakið inn í ofni í 2 klukkutíma og 15 mín.
- Ef notað er eldfastmót: Kveikið á ofninum og stillið á 150°C. Setjið hrygginn ofan í mótið og bætið 1 liter af vatni ofan í mótið, eldið í 70 mín per. kg. Kjarnhiti þarf að mælast 68°C.
- Hellið soðinu af kjötinu í gegnum sigti og setjið það í pott.
- Takið filmuna af hryggnum. Mér finnst best að opna frá endunum, losa plastið vel um þar og rífa það svo af öllum hryggnum.
- Hrærið saman gljáanum (sjá uppskrift hér). Setjið hamborgarhrygginn á fat og penslið hrygginn með gljáanum og raðið ananas sneiðum á hann, bakið hrygginn í 15 mín.
Hamborgarhryggjarsósa
- 500 ml af soðinu sem kemur af hryggnum
- 500 ml rjómi
- 2 msk koníak
- 1-2 stk svínakraftur
- Salt og pipar
- 1-2 tsk dijon sinnep
- U.þ.b. 1 msk maisenamjör
- Sósulitur
- 30 g smjör
Aðferð:
- Setjið soðið í pott og sjóðið það niður um helming, það er gert svo það verði bragðsterkara.
- Bætið rjóma og koníaki út í pottinn ásamt svínakrafti, salt og pipar og dijon sinnepi og hrærið saman við, leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur.
- Bætið út í maisenamjölinu og sósulit þar til þið eruð ánægð með þykktina og litinn á sósunni. Sósan þarf að sjóða eftir að þykkirinn fer út í sósuna svo hann virki.
- Skerið smjörið í bita og bætið út í sósuna og hrærið þar til bráðnað saman við.
Annað meðlæti sem gott er að hafa:
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar


Category:










