Þessi marmaraterta er hiiiimnesk á bragðið, lítur út fyrir að vera flókin en er meeeega einföld og fljótleg! 😍 þú munt alveg klárlega heilla fólkið þitt upp úr skónum með þessari.
Hún sameinar tvo heima þar sem vanilla og súkkulaði mætast og skapar þannig fullkomið jafnvægi.
Kakan er þakin Noir kremi sem er smjörkrem með Noir kexi, alveg sturlað gott!
Noir kexið finnur þú í öllu helstu matvöruverslunum og kökumixið í Hagkaup og Krónunni.
Marmaraterta sem sameinar heimana
- Ljúffeng vanillukaka þurrefnablanda Lindu Ben
- 3 egg
- 150 ml bragðlítil olía
- 250 ml vatn – skipt í tvo hluta og notað á 2 stöðum í uppskriftinni
- 360 g Frón Noir kex með belgísku súkkulaði (skipt í þrjá hluta og notað á 3 stöðum í uppskriftinni)
Noir krem
- 350 g mjúkt smjör
- 500 g flórsykur
- 100 ml rjómi
- (Noir Kexið sem var talið upp áðan)
Aðferð
- Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir hita.
- Setjið þurrefnablödnuna í skál og bætið út í eggjum, 100 ml vatni og olíu, hrærið saman.
- Smyrjið tvö 20 cm smelluform og setjið 1/2 af deiginu ofan í bæði formin.
- Setjið 240 g Noir kex í matvinnsluvél og 150 ml af heitu vatni, maukið kexið og setjið helminginn af því ofan í restina af deignu, blandið saman. Skiptið deiginu á milli formanna og blandið ljósa og dökka deiginu rétt svo saman með prjóni. Bakið í 25 mín og kælið svo botnana.
- Setjið smjörið í hrærivél og þeytið það með flórsykri, rjóma og því sem eftir var af Noir kex maukinu. Þeytið vel og lengi þar til kremið er orðið silkimjúkt, ljóst og loftmikið.
- Setjið einn botn á kökudisk og 1/3 af kreminu á botninn. Myljið Noir kexið gróft niður t.d. með því að setja það í poka og slá það í pokanum með kökukefli. Setjið helminginn af mulda kexinu á kremið og setjið svo seinni kökubotninn ofan á. Hjúpið kökuna með því sem eftir er af kreminu og skreytið kökuna með restinni af mulda kexinu.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: