Mars súkkulaðimús í súkkulaðiskálum er svo svakalega góður eftirréttur! Passar svo vel eftir góða máltíð, súkkulaði og karamella eiga svo vel saman. Músin er svo borin fram á súkkulaðiskál sem gerir eftirréttinn ennþá skemmtilegri og flottan.
Mars súkkulaðimús í súkkulaðiskál
- 200 g súkkulaði
- 6 blöðrur
- 400 g Mars súkkulaði
- 4 egg
- 1/2 dl sykur
- 600 ml rjómi (skipt í 3 hluta og notað á 3 stöðum í uppskriiftinni)
- 100 g rjómakaramellur
Aðferð:
- Bræðið súkkulaðið varlega yfir vatnsbaði og blásið mjög lítið í blöðrurnar svo þær séu jafn stórar og þið viljið að skálarnar séu (u.þ.b. 10 cm í þvermál)
- Smjörpappírsklæðið bakka.
- Setjið súkkulaðið í litla skál (passið að það sé ekki heitt og aðeins byrjað að kólna) og dýfið endunum á blöðrunum í súkkulaðið, setjið blöðrurnar á smjörpappírinn. Setjið í frysti eða kæli.
- Skerið niður 350 g Mars súkkulaðin og setjið í pott ásamt 50 ml rjóma. Bræðið varlega saman á mjög vægum hita, tekur smá stund en kemur á endanum.
- Setjið egg og sykur í hrærivél og þeytið mjög vel saman þar til ljóst og loftmikið.
- Setjtið 250 ml róma í pott og hitið að suðu, en ekki sjóða. Hellið rjómanum út í eggjablönduna í mjórri bunu með hrærivélina í gangi á lágri stillingu. Hellið eggjablöndunni svo aftur ofan í pottinn, kveikið undir pottinum á meðal hita og hrærið stanslaust í blöndunni ofan í pottinum. Blandan byrjar að þykkna fljótlega, hellið þá blöndunni ofan í brædda súkkulaðið og blandið saman varlega. Setjið skálina í kæli og kælið þar til blandan er orðin alveg köld u.þ.b. 1-2 klst (hægt að flýta fyrir þessu ferli með að setja blönduna í stórt form þar sem yfirborðsflötur blöndunnar er mikill en þá kólnar blandan fyrr). Hér er líka hægt að geyma blönduna yfir nótt.
- Bræðið rjómakaramellur saman við 50 ml rjóma, kælið blönduna svolítið.
- Þeytið 250 ml rjóma og blandið saman við súkkulaðiblönduna. Hér er líka hægt að geyma blönduna yfir nótt ef maður vill gera hana með fyrirvara.
- Sprengið blöðrurnar og fjarlægið þær innan úr súkkulaðiskálinni. Setjið á diskana sem þið ætlið að bera eftirréttinn fram á.
- Hellið súkkulaðimúsinni ofan í skálarnar. Skerið niður eitt Mars súkkulaði í sneiðar. Skreytið með karamellusósu og mars bita.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar